30.10.2008 | 11:14
Þetta endar með sprengingu...
...eða hvað? Ætla Íslendingar virkilega að kyngja því að flokksgæðingar og forréttindastéttin hlaupist undan ábyrgð? Dettur nokkrum manni í hug að sjálfsskoðun leiði eitthvað saknæmt í ljós?
Við höfum tapað eigum okkar og það sem verra er, æru okkar sömuleiðis. Umheimurinn hlær að því að sömu stjórnvöld og komu okkur í þessi vandræði séu að leita leiða út úr vandanum. Til að kóróna það rannsaka þeir svo sjálfan sig og segja að lokum að ýmislegt hafi betur mátt fara en að utanaðkomandi aðstæðum sé um að kenna!
Ég hvet ykkur öll til að lesa þennan frábæra pistil Láru Hönnu.
Mætum öll á laugardaginn og mótmælum!!!
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Athugasemdir
Ég vildi að ég væri heima. Ég myndi mæta. Ég get ekkert nema reyna að byggja upp síðuna mína...
Villi Asgeirsson, 31.10.2008 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.