28.10.2008 | 15:58
Niður með ríkisstjórnina!
Allar forsendur í aðdraganda síðustu kosninga eru gjörbreyttar. Ísland mun augljóslega ekki byggja afkomu sína á fjármálafyrirtækjum í náinni framtíð, enda rúið trausti. Ríkisstjórnin svaf á verðinum og hunsaði algjörlega fjölmargar viðvaranir auk þess sem hún brást seint og illa við og allt fór á versta veg.
Kosningar núna munu snúast um aðild að ESB, hvort hér verði áfram áhersla á orkufreka stóriðju eða nýsköpun/sprotafyrirtæki. Hér þarf í raun að kjósa um það hvort að gömlu flokkarnir eigi nokkuð traust eftir meðal þjóðarinnar. Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að fólk muni aftur kjósa þessa flokkshollu stjórnmálamenn sem hafa komið þjóðinni á kaldan klaka.
Það sem fyrst þarf að gera er þetta:
- Mynda þjóðstjórn til bráðabirgða.
- Breyta stjórnarskrá svo að möguleiki sé á að ganga í ESB.
- Afnema sérstök lífeyrisréttindi stjórnmálamanna, dómara og forseta.
- Fella úr gildi 5% regluna sem sett var til að vernda gömlu flokkana og koma í veg fyrir ný stjórnmálaöfl.
- Efna til kosninga sem fyrst.
Safna undirskriftum vegna kröfu um kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og upp með hvað? Vinstri græna?
Tryggvi L. Skjaldarson, 28.10.2008 kl. 16:25
Tryggvi, ég er nú reyndar ESB sinni eins og þú getur lesið á bloggsíðu minni. Ég get ómögulega kosið VG af þeirri ástæðu. Reyndar styð ég engan af núverandi stjórnmálaflokkum.
Sigurður Hrellir, 28.10.2008 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.