Mjólkurlaus mjólkurkú

Það er heldur dapurlegt að sjálf "mjólkurkú Reykvíkinga" sé orðin svo illa skuldsett. Skyldu það vera framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun og bygging svörtu hallarinnar á Ártúnshöfða sem hafa kallað á þessar lántökur? REI klúðrið? Veiðileyfi í dýrustu ám landsins fyrir minnislausa borgarfulltrúa og fleiri gæðinga? Ofurlaun helstu stjórnenda? Gerð umhverfismats fyrir virkjun við Bitru/Ölkelduháls sem gerðar voru um 700 athugasemdir við? 500 milljón króna samningur við sveitarfélagið Ölfus gerður til að "liðka fyrir" virkjanaleyfi við Bitru og Hverahlíð?

Brátt verður nýr forstjóri ráðinn til fyrirtækisins. Leynd hvílir um umsækjendur og hægur vandi fyrir nýja  og umboðslausa stjórn fyrirtækisins (D+B) að láta pólitískan gæðing í það sæti frekar en að velja hæfasta umsækjandann. Ef til vill verður eitt helsta hlutverk hans að undirbúa "einkavinavæðingu" á fyrirtækinu?

Því miður verða það Reykvíkingar sjálfir sem þurfa að borga brúsann. Eins og orkuverð hafi ekki verið nógu hátt?


mbl.is Erfið fjárhagsstaða OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Orkuveitan líður fyrir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á þessu fyrirtæki. Það var afar vel statt en menn hafa farið út af sporinu og einhverstaðar eru mistök sem fyrirtækið líður fyrir núna.

Alfreð var þarna allt of lengi og kannski er þetta versti minnisvarðinn um Rlistann að Framsóknarflokkunum var veitt sjálfdæmi í þeirri stjórnun.

 En eftir að nýr meirihluti var myndaður 2006 og Sjálfstæðismenn komust þarna að koppi hefur flest hrunið til grunna... ekki síst álit og trúverðugleiki þessa fyrirtækis.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.8.2008 kl. 08:00

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég gleymdi... nýjasti stjórnarformaðurinn þarna er eins og gufan úr borholunum.... horfið upp í loftið og kann greinilega lítið til verka.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.8.2008 kl. 08:03

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, skyldi nám í sagnfræði koma að góðum notum í stjórn OR? Spurning hvort að ekki ætti að senda alla borgarfulltrúana til Edinborgar. Það væri eflaust Reykvíkingum fyrir bestu og þá væri líka hægt að halda fundina þar.

Sigurður Hrellir, 21.8.2008 kl. 09:03

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Af hverju hvílir leynd yfir hverjir umsækjendur eru? Er þetta ekki opinbert fyrirtæki? Ber þeim ekki að upplýsa um umsækjendur?

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.8.2008 kl. 10:29

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Mér skilst að OR þurfi ekki að fylgja sömu upplýsingalögum og opinber fyrirtæki vegna þess að hún er sameignafyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar og fleiri minnihlutaaðila. Reyndar skil ég ekki að þeir komist upp með að halda þessu leyndu.

Sigurður Hrellir, 21.8.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband