1.8.2008 | 13:08
Hvað segir ES?
Það hefur verið býsna athyglisvert og sjokkerandi að fylgjast með hastarlegum viðbrögðum við ákvörðun umhverfisráðherra, bæði meðal bloggara og eins hjá ýmsum ráðamönnum. Forstjóri Reyðaráls (Alcoa á Reyðarfirði) segist t.d. ekki skilja forsendur ákvörðunarinnar og forsætisráðherra gaf til kynna að framkvæmdir gætu jafnvel hafist þó svo að heildrænt umhverfismat væri alls ekki fullbúið.
Það getur varla verið svo erfitt að skilja tilganginn með því að meta svona risaframkvæmd í heild sinni og leggja saman umhverfisáhrif mismunandi þátta. Það er sveitamennska af verstu gerð að göslast áfram án þess að vita hvert svona vegferð leiðir, ekki bara í einum landsfjórðungi heldur tveimur samtímis. Í fyrsta lagi er orkan enn ekki til staðar og þ.a.l. til lítils að tala um línulagnir. Mengunarkvóti er heldur ekki tiltækur og algjörlega út úr korti að reikna með því að Ísland fái aukinn útblásturskvóta á CO2 eftir 2012.
Ekki má gleyma því að ES hefur gefið út tilskipun þar sem sagt er að umhverfisáhrif stórra framkvæmda skuli metin í heild sinni:
The European Commission and the European Court of Justice have insisted on the importance of doing cumulative impacts studies when the assessment of multiple individual projects could not give the right results.
Hér má lesa vegvísinn frá ES.
Það má því ljóst vera að umhverfisráðherra er einungis að framfylgja tilmælum ES og getur tæpast legið undir ámæli fyrir það. Forsætisráðherra ætti að spara sér fullyrðingar um að úrskurðurinn sé ónauðsynlegur því að annars væri verið að sniðganga tilskipun ES þrátt fyrir skuldbindingar Íslands. Hins vegar hriktir í stjórnarsamstarfinu og má reikna með að stóll umhverfisráðherra sé orðinn nokkuð heitur.
Úrskurðurinn ónauðsynlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
Athugasemdir
Við erum ekki í þessu kjánafélagi Evrópuþjóða sem vilja vera í viðskiptabanni við 3heiminn og svelta hann til dauða.
Johnny Bravo, 1.8.2008 kl. 13:28
Því miður held ég að kjánarnir séu flestir samankomnir hér.
Sigurður Hrellir, 1.8.2008 kl. 13:41
Djöfull er fúlt að horfa upp á svona bjána comment eins og hjá Johnny Bravo hér fyrir framan; ESB er stærsti veitandi þróunaraðstoðar í heiminum, með 60% af fjárveitingum, og er með tollafrjáls viðskipti við þriðja heiminn í gegnum "Everything But Arms". Nú er ESB að reyna koma Doha viðræðunum á skrið aftur með því að bjóða 60% lækkun á tolla á matvæli inn í sambandið, þannig að þeir yrðu mun lægri en inn á allar aðrar viðskiptablokkir sem til eru í heiminum - og þess má geta að Ísland er með hæstu tolla og höft í heiminum, og minnstu þróunaraðstoð.
En að máli málanna; Þórunn er að vinna vinnunna sína, og hún er að vinna hana vel með því að senda framkvæmdir í umhverfismat. Það er ekki ljóst hvort þetta muni seinka álvera eða mögulega flýta því, þannig að Húsvíkingar og annað gott fólk ætti að róa sig aðeins niður, og bíða og sjá áður en það dæmir.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.8.2008 kl. 13:42
Leiðinlegt að sjá hvað fólk er að ráðast á hana persónulega án þess að hafa hugmynd um hvað álvörðunin þýðir. Eins og Jónas gefur í skyn, Ísland er bananalýðveldi. Þórunn er sterkari ráðherra en ég hélt.
Villi Asgeirsson, 1.8.2008 kl. 13:54
"EIA Enviromental Impact Assessment" tilskipun gildir líka inni á EES-svæðinu (Ísland). Sigurður er ekki bara að tala um EB -rétti heldur líka um EES -löggjöf (30 lönd, ES + Ísland, Norje, Liechtenstein).
Nánar upplýsingar á islensku
http://www.esb.is/
Maria Elvira Méndez Pinedo, 1.8.2008 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.