Almenn ánægja þeirra sem flytja?

Ég var að horfa á seinni fréttir á RÚV frá því í gær, þriðjudagskvöld.
Þar var frétt um fyrirhugaða olíuhreinsistöð í Arnarfirði.

Athygli mína vakti fyrirsögnin - "Almenn ánægja með olíuhreinsunarstöð".
Í fréttinni kom fram að þeir sem eru á móti hugmyndinni tjá sig síður en hinir.
Einn fylgismaðurinn sagði að þeir sem væru á móti gætu bara flutt í burtu.

Ég spyr nú bara, er farið að leggja andstæðinga fyrirhugaðrar olíuhreinsistöðvar í einelti?
Hvernig getur staðið á því ef þeir vilja ekki tjá skoðun sína á málinu?
Er það rétt ályktað að segja að almenn ánægja ríki ef hópur fólks þorir einhverra hluta vegna ekki að opna munninn til að tjá andstöðu sína?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband