Okkar maður!

Þeir eiga það sameiginlegt, bifvélavirkinn að norðan og Pavarotti, að hafa sungið við ólíklegustu tækifæri og aðstæður. Þó efa ég að ítalski stórtenórinn hafi nokkru sinni lagst svo lágt að syngja í e-s konar aðrennslisgöngum fyrir framan einungis 300 manns. Þó er aldrei að vita ef Arnarfell hefði gert honum gott tilboð. Hins vegar var hann á hátindi ferils síns vel fram yfir sextugt en það sama verður tæpast sagt um okkar mann. Kannski kemst hann á samning hjá hinu nýja útrásarfyrirtæki, Landsvirkjun Power...
mbl.is Hamraborgin nötraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ertu ekki að ganga óþarflega langt í fordómum í garð stóriðju og virkjana?

Tryggvi L. Skjaldarson, 19.12.2007 kl. 15:19

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það fer örugglega eftir því hvern þú spyrð. Ég leggst mjög hart gegn því að fórna ómetanlegu landi til að virkja fyrir orkufreka stóriðju og sú skoðun er ekki byggð á fordómum enda hef ég kynnt mér þessi mál vel og vandlega og landið sem búið er að eyðileggja. Fordómar byggjast yfirleitt á þekkingarleysi eða trúarbrögðum.

Hvað varðar neðanjarðarsöngiðkun Kristjáns þá finnst mér ákveðin kaldhæðni í því fólgin að syngja ættjarðarlög í aðrennslisgöngum. Hann hefur eflaust fengið mjög vel borgað fyrir og ekki þurft að hugsa sig um tvisvar. Kannski taldi hann sig vera að gera góðverk líkt og þegar hann söng til styrktar krabbameinssjúkum börnum fyrir rúmum 2 árum. 

Sigurður Hrellir, 19.12.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ekki skal ég draga í efa þekkingu þína, en afstaðan ber óneitanlega keim af trúarhita og þá vilja tilfinningarnar bera skynsemina ofurliði.

Tryggvi L. Skjaldarson, 19.12.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tryggvi... umhyggja fyrir náttúrunni er ekki trúarbrögð, en eðli málsins samkvæmt er hún mjög nátengd tilfinningum. Að unna náttúrunni ER tilfinning og það mjög góð tilfinning. Það er þó aldeilis langt í frá að náttúruunnendur séu skynsemi skroppnir frekar en virkjanasinnar, þeir horfa bara á hlutina frá öðru sjónarhorni. Erfitt á ég þó með að ímynda mér að virkjana- og álverssinnar séu tilfinningalega tengdir stóriðjunni og kannski er það þess vegna sem þessir tveir hópar tala oftast í kross.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 23:56

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er þetta með tilfinningalegu rökin. Lengi vel voru náttúruunnendur sagðir stjórnast um of af tilfinningum sínum og var það sí og æ notað gegn röksemdum þeirra. Sem betur fer er það sjaldan talið mínum líkum til hnjóðs nú orðið að láta stjórnast af svoleiðis hvötum. Þó sýnist mér að Tryggvi vilji meina að ég sé svo mikil tilfinningavera að skynsemi mín bíði lægri hlut. Eftir honum að dæma er ég því bæði fordómafullur og óskynsamur með snert af trúarhita. Þá höfum við það.  

Sigurður Hrellir, 20.12.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband