Á Íslandi þurfum við ekki að örvænta

Það er huggun harmi gegn að hér á Íslandi þurfi menn varla að örvænta vegna hlýnun jarðarinnar. Ríkasta þjóð heims miðað við höfðatölu, fallegasta og gáfaðasta, mengar líka minnst miðað við höfðatölu. Og þó svo að meðalhitinn hækki um örfáar gráður á öldinni þá verður það bara til að fækka ferðum landans til sólarstranda, spara flugvélaeldsneyti og hitunarkostnað. Svo höfum við líka einn helsta speking heims í loftslagsmálum miðað við höfðatölu, Hannes Hólmstein sem hefur fullvissað okkur um að láta bölsýnisraddir ekki villa okkur sýn. Við kolefnisjöfnum bara það sem út af ber.


mbl.is Hlýnun jarðar er staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Anton Vigfússon

Reyndar hefur verið sýnt fram á að þessi aukning í hita gæti raskað golf-straumnum, þannig að hitastigið mun meira líkjast þeim stöðum sem eru staddir á þessari breiddargráðu. Þannig eru Bretar einnig hræddir því hitastigið hjá þeim mun svipa til hitastigsins sem er að meðaltali hér á landi í dag.

Steinn Anton Vigfússon, 17.11.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við erum nú ekki bara ein ríkasta þjóðin, heldur höfum við líka eitt besta og skilvirkasta heilbrigðiskerfi sem til er skv. nýlegum mælikvörðum, og ævilíkur með því besta sem gerist. Íslenskur ríkisborgararéttur er t.d. nánast ígildi fyrirframgreiddrar heilsutryggingar til æviloka, ætli það hafi einhverntíma verið verðlagt þegar lagt er mat á lífskjör fólks hér á landi? Nú er það orðið svo á tímum kolefniskvóta að hreint loft og náttúra hefur öðlast mikið verðmæti, en við eigum mikið af báðum og ættum því að sjálfsögðu að gæta þeirra vel. Því er spáð að jafnvel á síðari hluta þessarar aldar verði hreint drykkjarvatn orðið dýrmætasta auðlindin, verðmætari en olía, en hér höfum við það ókeypis og nánast ótakmarkað beint af krananum. Þetta er mikið ríkidæmi sem við búum við, en við megum alls ekki sofna á verðinum. Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað meiri breytingar en áður hafa orðið í allri mannkynssögunni. Loftslagsbreytingar eru aðeins hluti af þeim, einnig mætti nefna til sögunnar gríðarlegar framfarir síðustu (og komandi!) ára á sviði líftækni, örtækni, eðlisvísinda, möguleika sem eru fyrir hendi í könnun og nýtingu geimsins, könnun mannshugans, upplýsingatækni og gervigreind, svo dæmi séu tekin. Við munum þurfa að vera viðbúin til aðlögunar jafnóðum og áhrifa alls þessa gætir hérlendis. Það eru einmitt miklar og snöggar breytingar sem geta verið hvað hættulegastar þeim sem fram að því hafa notið velgengni, og við megum því ekki sofna á verðinum.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2007 kl. 14:42

3 identicon

Hvernig færðu það út að þjóðin "mengar líka minnst miðað við höfðatölu"??? Ef þú skildir ekki vita það þá eigum við mesta bílaflota heims m.v. höfðatölu. Við eigum stærsta þotuflota heims m.v. höfðatölu. Við losum mest allra af koldíoxíði m.v. höfðatölu, auk þeirra þúsunda tonna árlega sem losna frá gufuborholum virkjana okkar. Þetta síðasttalda er vandlega falið í ákvæðum Kyoto svo við þurfum ekki að skammast okkar. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við mestu mengarar allra tíma m.v. höfðatölu. Fyrirgefðu ef ég hef sprengt sápukúlu sakleysisins, en þetta eru bara staðreyndir!!!

Krissi (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:59

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Krissi, ég nota Hólmsteinsjöfnuna til að komast að þeirri niðurstöðu sem passar mér best. Ef hún skilar ekki réttri útkomu sting ég bara hausnum í sandinn og sofna á verðinum.

Sigurður Hrellir, 17.11.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband