8.11.2007 | 08:05
Önnur opinberun Hannesar?
Annað slagið höfum við orðið þess heiðurs aðnjótandi að Hrafn Gunnlaugsson viðri hugmyndir sínar um skipulagsmál í borginni. Hann var m.a. talsmaður þess í umtalaðri mynd sinni sem framleidd var af Siv Friðleifsdóttur og umhverfisráðuneytinu að gömul hús í miðbænum væru rifin og byggð háhýsi í staðinn. Einhvern veginn hljómaði það ögn einkennilega frá manni sem sjálfur er einbúi í hálfgerðu hreysi í Laugarnesinu á svæði sem skipulagsyfirvöld hafa að mestu látið afskiptalaust.
Fyrir nokkrum árum greiddi Reykjavíkurborg honum svo 39 milljónir vegna vinnustofu sem hann fékk ekki leyfi til að byggja svo að hann gæti í staðinn lagt stund á austurlenska speki og aðra iðju í Austurvegi. Nú hefur Hrafn skriðið undan feldinum og lagt fram frumlegar hugmyndir til að leysa samgönguvandamál borgarbúa og bæta lífsgæði þeirra. Ég efa ekki að hann hafi kynnt sér göng hjá félögum okkar í Kína og jafnvel hvernig plægja má rör úr plasti og áli niður í hafsbotninn enda fjölhæfur maður og þekktur fyrir að ganga í flest störf líkt og húmoristinn og góðvinur hans Ingmar Bergmann hér á árum áður.
Umferðin í rör milli eyjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.