VALDARÁN!

Valgerður Sverrisdóttir talar m.a. í pistli sínum um að „valdarán" annars armsins í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hafi mistekist. Það má vera að hún hafi nokkuð til síns máls.

Hins vegar virðist mér annað og mun alvarlegra valdarán hafa átt sér stað fyrir augum okkar allra. Exbé fékk 6,3% gildra atkvæða í borgarstjórnarkosninunum 2006. Þrátt fyrir þennan rýra hlut og einungis einn mann kosinn í borgarstjórn virðist flokkurinn fá ótrúlega mikil völd með formennsku og setu í öllum nefndum og ráðum.

Samkvæmt síðustu upplýsingum eru Björn Ingi og hans menn með formennsku í 5 ráðum og sæti í hinum 7, þ.m.t. í stjórn Orkuveitunnar svo grátlegt sem það kann að hljóma miðað við það sem á undan er gengið. Til samanburðar er F-listi frjálslyndra og óháðra með formennsku í einungis einni nefnd og sæti í 4 öðrum auk sæti forseta borgarstjórnar. Samt fékk F-listinn 10,1% atkvæða í sömu kosningum.

Þannig eru langtum færri atkvæði að baki hverju embætti Exbé heldur en hinna flokkanna:

Exbé - 338

VG - 624

Sjálfstæðisfl. - 898

Frjálslyndir og óháðir - 1087

Samfylkingin - 1109 ( en fengu borgarstjórann )

Valdarán Framsóknarflokksins virðist því hafa heppnast fullkomlega, eina ferðina enn. 


mbl.is Valgerður: Staða Sjálfstæðisflokksins með eindæmum veik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband