Hvert atkvæði exbé hefur þrefallt vægi!

Það er ánægjulegt að konur skuli skipa fleiri sæti í ráðum borgarinnar en karlar, enda tími til kominn. Hins vegar klóra ég mér í hausnum yfir því að Framsóknarflokkurinn með sín 6,3 % kjörfylgi skuli fá formennsku í 2 mikilvægum ráðum auk Faxaflóahafna og þar að auki fulltrúa í öllum ráðum, OR og mannréttindanefnd! 

Til samanburðar fær svonefndur F-listi formennsku í einungis einu ráði og enga fulltrúa í menntaráði, velferðarráði, mannréttindanefnd, OR og Faxaflóahöfnum. Þeir fengu þó 10,1 % kjörfylgi og ættu því að hafa fleiri fulltrúa en exbé! VG fara líka halloka fyrir Binga og co. með álíka mörg sæti þrátt fyrir meira en tvöfallt kjörfylgi.

Ég tók til gamans saman hveru mörg atkvæði borgarbúa eru á bak við hvert embætti hjá flokkunum og fæ ekki betur séð en að Björn Ingi hafi enn einu sinni komið ár sinni vel fyrir borð. Ég er ansi hræddur um að hinir flokkarnir í borgarstjórn eigi eftir að súpa seyðið af þessari undanlátssemi við bragðarefinn.

Exbé - 338

VG - 672

Frjálslyndir og óháðir - 932

Sjálfstæðisfl. - 959

Samfylkingin - 1183

 


mbl.is Konurnar fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband