16.10.2007 | 17:58
SÍS afturgengið
Það þarf engan speking til að sjá hvernig áhrifamikið gengi innan Framsóknarflokksins hefur verið að maka krókinn í gríð og erg á undanförnum árum. Ólafur "Elton" Ólafsson, Finnur Ingólfsson, Eyjólfur Árni Rafnsson, Helgi S. Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, HRV, VGK-Hönnun, VGK-Invest o.s.frv. Listinn er æði langur. Ekki furða að grænu karlarnir voru á ferð út um víðan völl. Kosningasjóðurinn er ótæmandi með svona bakhjarla.
Ekki ónýtt fyrir þá að hafa mann eins og Björn Inga í borgarstjórn.
Gísli Marteinn: Milljarðar renna til manna sem stýrðu Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Facebook
Athugasemdir
Ef þessi fullyrðing Gísla Marteins er rétt, þá hefur hlutur OR farið úr 10 milljörðum í 100 milljarða á 5 dögum. Það er nokkuð góð ávöxtun.
Marinó G. Njálsson, 16.10.2007 kl. 19:24
Gísli er sannast sagna ekki góður í prósentureikningi. Það breytir hins vegar ekki því að hér er enn einu sinni verið að stinga af með fé úr vasa almennings. Vissulega hafa valdamiklir menn innan Sjálfstæðisflokksins líka fengið væna sneið og munu hagnast vel af þessari sameiningu REI og GGE.
Sigurður Hrellir, 16.10.2007 kl. 20:16
Nei, það er ekki ennþá verið að stinga af með neitt. Þessir menn eru hluthafar í GGE. Þeir lögðu pening inn í það fyrirtæki og við sameininguna (ef af henni verður þá) skipta þeir á sínum bréfum í GGE fyrir bréf í REI. Ennþá hefur engum peningum almennings verið stungið í neinn vasa, hvað sem síðar verður.
Það má ekki gleyma því að GGE hefði getað keypt alla sérfræðinga OR yfir til sín, ef vilji hefði verið fyrir hendi (hjá báðum). Mér finnst þetta ferli lýsa öðru af tvennu að hálfu GGE (svo við tölum nú um þá til tilbreytingar): a. Þeim mistókst að ráða menn með nauðsynlega þekkingu til sín og þetta var eina leiðin til að koma henni upp. b. Þeir eru heiðarlegir businessmenn sem vildu ekki beita yfirboðum og þess háttar til að ginna menn til sín og sáu gríðarleg samlegðaráhrif út úr því að fyrirtækin sameinuðust, þ.e. annað hefur mikla þekkingu og sambönd en hitt góðan aðgang að fjármagni.
Marinó G. Njálsson, 16.10.2007 kl. 20:48
Ég get vel fallist á þína útskýringu. Vandamálið er að stjórnmálamenn sem ganga erinda annarra en þeirra sem kusu þá, ættu að finna sér annað starf hið snarasta. Einnig þeir sem ekki vinna heimavinnuna sína eða muna ekki það sem hentar þeim að gleyma.
Ég veit ekki betur en það sé verið að deila út verðmætum og eignum almennings til einkaaðila án leyfis og á þá við Hitaveitu Suðurnesja og það sem fylgir með í þeim pakka.
Sigurður Hrellir, 16.10.2007 kl. 21:47
Það er alveg ljóst að í þessu máli voru brotnar mjög margar reglur sem ættu að gilda í opinberri stjórnsýslu. Það er ekki hægt að fara með almannaeignir á sama hátt og einkaeignir. Ég er samt á því að hugmyndin hafi verið og sé góð. Það er bara framkvæmdin sem er gölluð.
Marinó G. Njálsson, 16.10.2007 kl. 21:56
Menn ættu nú að stíga varlega til jarðar með allar samsæriskenningar í þessum efnum dylgjur er engum mönnum til dáða. Hins vegar er allt í lagi að spyrja þessa spurninga og fá svör. Það sem þó er merkilegast við þetta allt saman er að framsóknarflokkurinn eða ex bé eins og hann kallar sig í dag hefur lang mest völd af öllum flokkum í borginni með rétt rúm 6% kjósenda á bakvið sig.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 23:03
Framsóknarflokkurinn hefur á síðustu árum haft ótrúlega mikil völd miðað við fylgi. T.d. höfðu þeir jafn marga ráðherra í ríkisstjórninni sálugu og Sjálfstæðisflokkurinn þó að fylgið væri minna en einn þriðji. Í borgarstjórninni sálugu náðu þeir mörgum góðum stólum með sín 6% af kjörfylgi og enn í hinum nýja meirihluta virðast þeir hafa mjög sterka stöðu.
Framsóknarflokkurinn er landlæg plága.
Sigurður Hrellir, 17.10.2007 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.