5,8 % óminni

Athygli mína vekur að samkvæmt könnun Fréttablaðsins segjast 5,8 % Reykvíkinga enn styðja Framsóknarflokkinn og þá væntanlega Björn Inga í leiðinni. Í ljósi atburða síðustu daga finnst mér þetta nokkuð athyglisvert. Alvarleg spillingarmál virðast þar af leiðandi ekki hafa mikil áhrif á eftirstandandi 3800 fylgismenn flokksins. Annað hvort er þetta fólk í óminni inni á elliheimilum eða á sjálft hagsmuna að gæta.

Björn Ingi segist ekkert hafa vitað af stórri eign áhrifamanna úr Framsóknarflokknum í Geysir Green Energy. Hann vissi m.ö.o. ekkert af hagsmunum VGK og HRV í þessu sambandi. Trúi því þeir sem trúa vilja, en þá er Bingi engill í mafíósalíki og illa að sér í ofanálag.


mbl.is Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óóókkkeeeyyyy

Það var þá miklu betra að selja hlut OR á brunaútsölu til þeirra sem eru með flokksskírteini í Sjálfstæðisflokknum?

Einkennilegt að það finnst enginn Sjálfstæðismaður í eigendahóp REI/GGE...... eða hvað, það kannski hentar Sjálfstæðismönnum bara að segja frá einum eiganda sem sást einu sinni á Hótel Sögu þegar Framsóknarmenn héldu fund þar.

Nei ætli það séu ekki annarleg sjónarmið Sjálfstæðismanna sem var sparkað út úr meirihlutanum vegna þess að Björn Ingi vildi ekki fallast á ÞEIRRA sjónarmið eins og HAnna Birna komst að orði sem ráði þessari nornaleit þeirra.

Nei Björn Ingi þarf ekkert að skammast sín heldur Sjálfstæðismenn sem ætluðu að selja Hitaveitu Suðurnesja á brunaútsölu til flokksgæðinga. Björn Ingi stóð í lappirnar í þessu máli og gerði rétta hluti og sagan mun með tímanum leiða það í ljós fyrir Sjálfstæðismenn því allir aðrir hafa áttað sig á því.

Góðar stundir

Björgmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Ekki veit ég á hvaða plánetu Björgmundur lifir.  Það er allavega ekki sama pláneta og flestir aðrir.  Þessi söguskýring hans virkar kannski á hans plánetu, ekki hér.

Hjalti Garðarsson, 14.10.2007 kl. 10:56

3 identicon

Ég bý á jörðinni og hér hjá okkur er þetta ekki söguskýring heldur það sem allir vita.

Þú Hjalti minn ert sennilega bara að lesa of fá blogg. Þú skalt lesa fleiri og síðan bendi ég á fréttamiðla sem hafa skýrt okkur frá þessu.

Góðar stundir

Björgmundur (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband