3.10.2007 | 11:44
FARIÐ HEFUR FÉ BETRA
Ég velti því fyrir mér hvort að þetta sé skynsamur leikur hjá Sjöllunum. Guðjón Arnar hefur velkst milli skers og báru hjá hinum "frjálslyndu" félögum sínum og hefur sannast sagna ekki sýnt þann manndóm sem formaður stjórnmálaflokks þarf að hafa. Ólíklegt er að hann tæki mikið fylgi með sér, enda eru kjósendur Frjálslynda flokksins hverfull hópur. Spurning hvaða gulrót þeir eru að veifa.
Það kæmi mér á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn er í alvöru að bera víurnar í Jón Magnússon. Það hlýtur að vera talsvert stór hluti fylgismanna sem vill ekki láta bendla sig við kynþáttahatur. Það er líka ærið verkefni fyrir formanninn að halda saman þeim fjölmörgu örmum sem toga flokkinn í ýmsar áttir. Ekki er á það bætandi.
Eiginlega held ég að þetta sé dæmigert Moggabull.
Frjálslyndir í ólgusjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður
Þú ert einn af lykilmönnum í "Íslandshreyfingunni". Hvenær heldur félagið aðalfund sinn og gengur til kosninga í helstu trúnaðarstöður og æðstu embætti?
Með góðri kveðju,
Magnús Þór Hafsteinsson, 3.10.2007 kl. 12:33
Sæll sjálfur Magnús,
Lykilmaður í Íslandshreyfingunni get ég nú seint talist, enda sit ég hvorki í stjórninni né ofarlega á framboðslistum. Ég verð að vísa fyrirspurn þinni til þeirra sem líklegri eru til svara en gleðst þó yfir áhuga þínum á félaginu.
Kær kveðja,
Sigurður Hrellir, 3.10.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.