Ódýrasta lausnin?

Ég fylgdist aðeins með flutningi þessum í gærkvöldi og leist alls ekki á blikuna þar sem ég sá húsið vaggandi til og frá á flutningabílnum neðst á Klapparstíg. Engin leið er fyrir leikmann eins og mig að áætla hvað þessi flutningur muni kosta þegar allir reikningar hafa verið greiddir en það verður talið í milljónum og hugsanlega tveggja stafa tölu. Nokkur hús á leiðinni bera þess líka merki að mikið hefur gengið á, rifin klæðning, beyglaðar rennur, brotin rúða og skrámur hér og þar.

Hér á árum áður var það stundum gert að timburhús væru tekin niður og flutt jafnvel langar leiðir til uppsetningar á nýjum stað, enda augljóslega ekki sá möguleiki inni í myndinni að flytja þau í heilu lagi. Ég velti því fyrir mér hvort að það hefði ekki komið betur út í þetta sinn að taka þetta hús niður í pörtum og flytja það þannig á nýja staðinn. Fyrirsjáanlega þarf hvort eð er að leggja í það töluverða vinnu við endurbætur þar sem að eina hliðina vantar og alltaf þörf á ýmsum betrumbótum.


mbl.is Munaði „bara tveim sentimetrum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm, sé nú ekki alveg fyrir mér að það kosti margar milljónir að flytja svona hús, nokkrir flutningabílar og 15-20 verkamenn í vinnu eina nótt . . . ?

Hrafnkell (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þetta er ekki búið enn. Húsið stendur enn á miðjum gatnamótunum. Einn stærsti krani landsins hefur verið til taks síðan kl. 8 í gærkvöldi. Ennfremur voru notaðar 2 stórar ýtur til að halda við húsið á pallinum og 2 flutningabílar af stærstu gerð til að bera það. Það var glás af fólki að vinna við þetta, ekki bara verkamenn frá verktakanum, heldur líka borgarstarfsmenn að losa upp ljósastaura og skilti og lögreglumenn að loka götum og passa umferð. Töluvert mun það líka kosta að laga skemmdir á húsum. Það væri allavega fróðlegt að vita hvað þetta allt kostar að lokum.

Að vísu gleymdi ég að lýsa yfir ánægju minni með að þetta hús skyldi flutt á þennan stað og geri ég það hér með.

Sigurður Hrellir, 18.9.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband