Tökum áskoruninni!

Á ráðstefnunni um orkugjafa framtíðar skoraði Per Carstedt fulltrúi sænskra etanólframleiða á okkur Íslendinga að hætta algjörlega að nota olíu og bensín á samgöngutæki okkar. Ólafur forseti tók undir með honum og taldi það raunhæft á 15 til 25 árum sé viljinn fyrir hendi.

Enginn vafi leikur á því að hér um gríðarlega mikilvæga stefnumótun að ræða sem mun hafa mikil áhrif á líf okkar og afkomenda á þessu landi. Tæknin er til staðar og orkan er til staðar. Spurningin er bara um vilja stjórnvalda og okkar sjálfra til að losa okkur við þessa innfluttu og mengandi orkugjafa. Því miður eru valdamiklir aðilar sem sjá hag í því að viðhalda óbreyttu ástandi og því eru ýmis ljón í veginum.


mbl.is Vistvænar samgöngur ögrandi áskorun segir forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hefur nokkur gert sér grein fyrir því að bio etanol

sem á íslensku hefur heitið lífræn spíri eða bara

spíritus (ólífræn spíri er ekki til) er Kolvetni eins

og önnur brensluefni sem notuð er til að knýja

sprengi hreyfla og skilar frá sér sömu brensluefnun

stórt séð það er CO2 og vatnsgufu, fyrir utan það

að franleiðsla á spíra skilar óhenju magni af CO2

út í andrúmsloftið, eins og allir vita sem hafa brugg-

að og krefst mikils hita þegar eimað er (brenslu).

Einnig þarf að rækt jurtir til að brugga úr, því ekki er

hægt að framleiða spíra öðruvís en með gerjum þó

margir og mikið hafi verið reynnt, (til að fá ódýrt

brennivín).

Að hugsa sér að fullorðið fólk falli fyrir svona óidýrri

aulýsingamensku.

Leifur Þorsteinsson, 17.9.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Leifur, það getur vel verið að það sé eitthvað til í því sem þú segir, en það breytir því ekki að það eru margar leiðir að opnast til að aka um á öðrum orkugjöfum en olíu og bensíni. T.d. framleiðum við rafmagn hér á Íslandi sem væri tilvalið til að nýta í þessu sambandi frekar en að knýja álver með því. Svo er hægt að aka um á metangasi eins og sumir bílar hér gera nú þegar, metanóli, vetni, endurunni matarolíu og fleiru. Etanól er mögulega ekki heppilegasti orkugjafinn fyrir okkur hér á Íslandi, en gæti hentað vel í löndum eins og Brasilíu.

Ég skil því miður ekki hvað þú ert að fara með tali um ódýra auglýsingamennsku. Það eru hins vegar efahyggjumenn eins og þú sem gera alla framþróun seinlega. Það er svipað og að tala við reykingafólk um skaðsemi reykinga. Það hlustar alls ekki.   

Sigurður Hrellir, 17.9.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Bíla umboð hafa tekið við sér hér á landi með því að gera

CO2 ummtalið að ódýru auglýinga slagorði. Metan, Etanol,

matarolia, rapsolia eru kolvetni og ekkert frábrugði jarðolíu

nema ef skildi vera snefilefni sem oft eru hinir verstu mengunar

valdar. Þessi umræða er út í hött, því menn gleyma því aðal-

atriði eðlisfræðinar er að orka er ekki eithvað sem sprettur upp

af engu, til dæmis er jaðolía gömul sólarork sem geymd í formi

kemiskra efna. Þetta er ekki efahyggja heldur skilningur á eðli

alheimsins svo langt sem sá skilningur nær.

Það þarf að fara eftir leikreglunum ef á að nást árangur og það

sem nú er efst á baugi í ?nýjum? orkugjöfum fyrir ökutæki hefur

verið á dagskrá í áratugi (nærfellt 100 ár).Til dæmis rafbíllin sem

sýndur var í Perlunni er ekkert frábrugðin rafbílum sem fyrst sáu

dagsins ljós í krinum 1910 sem mjólkursendla bílar í London

meir að segja eru rafgeymarnir nú af sömu gerð og þá, blý og

brennisteinssýru geymar sem hafa umþaðbil tveggja ára líftíma

og skapa mikla mengunar hættu við úreldingu. Það væri hægt að

skrifa langar greinar um vísinda mennsku blaðamanna og stjórn-

málamanna sem stendur á all veikum grunni og er langtum verri

en það sem þú meinar með efahyggju, sem þrátt fyrir allt á allan

heiðurinn af raunverulegum framförum. Og ég segi eins og efa-

hyggju maður allra tíma. Og Hún snýst nú samt.

Leifur Þorsteinsson, 17.9.2007 kl. 19:05

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það tekur 1000 lítra af Dísel olíu til þess að framleiða 1300 lítra af Ethonol/spíra.

Sjá þessa grein. http://news.minnesota.publicradio.org/features/2005/03/21_steilm_ethanolenergy/

 

Höfundur segir að í þessu dæmi sínu eigi eftir að bæta við kostnaði vegna vélakaupa.

 

Hann segir að það fari 1000 lítrar af díesel olíu (eða 1300 lítrar af ethonoli)vs. í að framleiða 1300 lítra af ethonol. Þótt þessi tala sé mismunandi hjá vísindamönnum þá spyr ég hver er ávinningurinn.

 

Það er undarlegt að heilvita menn og eða langskólalærðir menn hér á íslandi skuli ekki sjá þetta og útlista þessu málefni fyrir pólítíkusum og æðstu mönnum landsins áður en þeir byrja að setja lög og takmörk um að gera þjóðina af þeirri fyrstu sem kaupir allar vitleysur sem lagðar eru á borð af mjög vafasömum tilgangi sem er The Great Global Warming swindle  Sjá nánar á þessari síðu.  http://www.canadafreepress.com/global-warming.htm 

 

Ég reyni sjálfur að hugsa en skil ekki ávinning á að eyða 1000 lítrum af Díesel olíu til að fá 300 lítra af ethonol sem gefur aðeins 60% af orku bensíns sem þýðir að sá sem kaupir ethonol þar nærri tvo lítra í stað eins líters af bensíni. Með smá bónus sem er að öll matvæli hækka.

 

Lesið og hugsið.

 

One gallon of pure ethanol contains about 66 percent as much energy as a gallon of gasoline. A gallon of E85, a common blend of 85 percent ethanol and 15 percent gasoline, contains about 71 percent as much energy as a gallon of unblended gasoline.

Drivers who use E85 can expect about 15 percent less fuel economy than they would get with gasoline. Other performance factors such as power, acceleration, and cruising speed are essentially equivalent in vehicles burning E85 and conventional fuels.

Þökk bara ef þið lásuð fyrirsögnina og hugsið um málið. VS. 

Valdimar Samúelsson, 18.9.2007 kl. 08:19

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég ætla að kynna mér málið betur og hvet sem flesta til þess líka. En af hverju eru þeir sem hér skrifa athugasemdir svo uppteknir af etanóli? Það er einungis einn kostur af mörgum og trúlega ekki sá sem liggur beinast við hér á Íslandi. Sjá þeir ekkert betra í stöðunni en að halda áfram að aka um á bensín- eða diselknúnum ökutækjum?

Rafmagnsbílar menga lítið sem ekki neitt í akstri. Hinar hefðbundnu rafhlöður eru vissulega mengandi þáttur en það er fyrir löngu búið að finna upp aðra kosti sem duga lengur og menga minna. Eins og venjulega er það spurning um kostnað hvort að hægt sé að selja fólki þetta. Og á meðan að olíufélög kaupa upp rafgeymaframleiðendur er ekki von á góðu!

Sigurður Hrellir, 18.9.2007 kl. 12:16

6 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Og á meðan að olíufélög kaupa upp rafgeymaframleiðendur er ekki von á góðu!

Þessi fullyring ber vott um að ekki er mikill skilningur á málunum, þetta er sama

og að óvinurinn (Satam) sé sí og æ að múta til að koma slæmu af stað í heiminum.

Olíu félög þurfa ekki að óttast þótt hætt verði að brenna jarð olíu, því að kolvetni

sem olían samanstendur af eru aðal efniviðurinn í risa efnaiðnaði sem vex hratt,

meðal annars er allur plast iðnaðurinn og önnur polimer framleiðsla háð jarð-

olíu. Þegar svona 1968 samsæris kenningar eru aðalatriðið er ekki hægt að halda

úti vitræni umræðu.

Og svo má beda á að 90% af allri rafmagns framleiðslu heimsins byggist á brenslu

jarðolíu.

Leifur Þorsteinsson, 19.9.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband