14.9.2007 | 10:57
Ófögur sjón
Það er ánægjulegt að fleiri skipulagsyfirvöld á Reykjanesi samþykki ekki lagningu háspennulína þvers og kurs yfir fólkvanginn. Það gleymist oft að reikna með því sem almenningur tapar á því þegar plantað er niður háspennumöstrum, stundum þar sem náttúrufegurðin er hvað mest. Ég hef enga tölu á hversu oft ég hef farið og gengið um Reykjanesið þvert og endilangt en ég reyni alltaf að forðast þá staði þar sem rafmagnslínur og möstur eru hluti af landslaginu. Svo má ekki gleyma að kyrrðin spillist líka.
Þegar þau hjá Landsneti setjast niður og reikna hvað sparast við háspennulagnir í lofti miðað við háspennulagnir í sjó eða grafnar niður, hvaða verðmiði er þá settur á rétt hins venjulega manns til útivistar? Er ekki búið að eyðileggja nóg?
Landsnet: Skoða þarf forsendur Grindavíkurbæjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Facebook
Athugasemdir
Ha?! finnst þér ekki fallegt að hafa stór rafmagnsmöstur yfir hrauninu? Eða eins og hangandi yfir nýju byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði? hmmm skrítið......
Ég var með tvær litlar myndir sem ég var að reyna að setja hérna inn af þessum "íðilfögru" möstrum en ég er ekki svo tæknivædd að ég geti það.
Annars, í alvöru talað Siggi, hvað er fólk að pæla með þetta yndislega land okkar? Þetta er bæði skammsýnt, óhagkvæmt hvernig sem á það er litið og hreinlega heimskulegt. En það er gott að vita að það eru einhverjir innanum sem hugsa og SJÁ.
bestu kveðjur til ykkar
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.9.2007 kl. 12:33
Þetta er gott og blessað en tilhugsunin að hafa háspennuvír undir fótum sér (eða milli) er líka óspennandi. Það er samt gott að vita að sveitastjórnir eru farnar að velta fyrir sér fleiru en gróðanum af álrisunum.
Ævar Rafn Kjartansson, 14.9.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.