LOKSINS FRJÁLS!

Ég vil nota tækifærið og óska Randveri til hamingju með að vera loksins laus við Spaugstofuna. Það hlýtur að vera martröð flestra leikara að vera fastir í sömu hlutverkunum í 17 ár og vera í raun búinn að missa eigin tilverurétt. Þetta gefur meira að segja fyrirheit um að Spaugstofan muni ekki endast í önnur 17 ár eins og margir eflaust óttast.

Því miður þorði Þórhallur ekki að taka stökkið og leggja Spaustofuna niður með manni og mús. Skoðanakannanir hafa sýnt mikið áhorf á þetta þreytta dagskrárefni en það gleymist að besti útsendingartími á laugardagskvöldum er nokkuð augljóslega fyrir augunum á fólki hvað sem er í boði. Ég gæti best trúað að endursendar áramótahugvekjur Markúsar Arnar myndu fá þokkalegasta áhorf á þeim tíma. Er þar kannski komið framtíðarstarf fyrir Randver fyrst að Páll Magnússon neitar sjálfur að flytja slíkar hugvekjur?


mbl.is Randver hættir í Spaugstofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband