H í stað L

Þetta er einhver sú afleitasta hugmynd sem ég hef heyrt lengi. Ketildalir heita dalirnir sunnanmegin við Arnarfjörð og er Hvestudalur einn þeirra stærri þó að Selárdalur sé sá stærsti og þekktasti. Í Hvestudal er gulleit sandfjara og mjög fagurt um að litast. Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari hefur sagt að Arnarfjörðurinn sé hans uppáhaldsstaður á Íslandi til að taka myndir og tek ég undir með honum að náttúrufegurðin þar er engu lík. Því miður hafa líklega allt of fáir lagt leið sína á þessar slóðir og þess vegna lætur fólk sér trúlega standa á sama eins og svo oft áður. Þessa slæmu hugmynd verður að endursenda til aðstandenda "Íslensks hátækniiðnaðar" og nafnlausu rússnesku bakhjarlanna sem hljóta að hafa farið stafavillt og skrifað h í stað l. Það er líka reginhneisa að bæjarstjórn Vesturbyggðar gleypi hana hráa og segi ekkert því til fyrirstöðu að planta einni risavaxinni olíuhreinsunarstöð mitt í náttúruparadís eins og Arnarfjörðurinn er. Hvers konar endemis aumingjar hafa valist í bæjarstjórn Vesturbyggðar? 
mbl.is Óskynsamlegt að staðsetja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Af forvitni fletti ég þessu upp í gömlu orðabókinni minni. Þar stendur orðrétt:

 attaníoss,  -,  -ar  k.  1  jábróðir, ósjálfstæður fylgismaður.  2  kynvillingur.

Ég geri ráð fyrir að fyrri skýringin eigi við í þessu tilviki

Sigurður Hrellir, 17.8.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband