26.7.2007 | 10:10
Nýtt mótmælendafélag
Af hverju stofna þeir sem kveina hvað mest yfir SI hér á blogginu ekki
félagasamtök sín á milli? Þeir gætu hittst og rætt sín á milli hvernig
ætti að koma þessum erlendu atvinnuleysingjum úr landi í eitt skipti
fyrir öll og jafnvel mótmælt óvelkomnum mótmælendum á "friðsamlegan
hátt". Svo gætu þeir stofnað styrktarsjóð til kaupa á fleiri handjárnum
fyrir lögregluna og stigabíl. Síðast en ekki síst gætu þeir barist
fyrir því að einstaklingar af erlendum uppruna mættu ekki undir neinum
kringumstæðum taka þátt í mótmælum hér á landi hvort heldur sem það
beinist gegn kínverskum þjóðarleiðtogum eða alþjóðlegum auðhringjum.
Höldum Íslandi hreinu!
félagasamtök sín á milli? Þeir gætu hittst og rætt sín á milli hvernig
ætti að koma þessum erlendu atvinnuleysingjum úr landi í eitt skipti
fyrir öll og jafnvel mótmælt óvelkomnum mótmælendum á "friðsamlegan
hátt". Svo gætu þeir stofnað styrktarsjóð til kaupa á fleiri handjárnum
fyrir lögregluna og stigabíl. Síðast en ekki síst gætu þeir barist
fyrir því að einstaklingar af erlendum uppruna mættu ekki undir neinum
kringumstæðum taka þátt í mótmælum hér á landi hvort heldur sem það
beinist gegn kínverskum þjóðarleiðtogum eða alþjóðlegum auðhringjum.
Höldum Íslandi hreinu!
Átta mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað er svona hræðilegt við að útlendingar taki þátt í hérlendum mótmælum, svona almennt séð? Að því gefnu að mótmælin séu friðsamleg og valdi ekki spjöllum, hvaða ástæðu sérðu til að banna þeim það? Hver eru hin efnislegu rök?
Þarfagreinir, 26.7.2007 kl. 10:34
Er sammála því að það skipti ekki máli hverrar þjóðar mótmælendur eru ef mótmælin eru friðsamleg. Þeir sem stunda hins vegar skemmtarverk eða spjöll á bara að vísa úr landi, það á ekki að líða.
Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 10:40
Ég tek undir hjá ykkur að það á að vera sama af hvaða þjóðerni mótmælendur eru. Hins vegar finnst mér skipta máli að fólk sem kemur hingað frá öðrum löndum og eru þekktir "atvinnumótmælendur" og hafa fengið dóma fyrir mótmæla aðgerðir ættu ekki að fá að koma inn í landið! Þar þarf að byrja á að taka á málunum...
Birgir (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 12:04
Ekkert að því ef þetta lið virðir lög og reglur landsins. Það er ekki hægt að meina fólki inngöngu en um leið og þau brjóta lögin á að henda þeim úr landi. Þessi hópur er að brjóta lögin. Sigurður, skítt með málefnið. Við erum á öndverðum meiði, ég virði það enda skoðanafrelsi. En þú hlýtur að vera sammála að mótmæli þar sem lög eru brotin þjóna engum tilgangi. Slíkt á að fordæma.
Örvar Þór Kristjánsson, 26.7.2007 kl. 12:26
Á þá ekki að vísa erlendum ferðamönnum sem brjóta umferðarlög úr landi ef þeir eru teknir fyrir of hraðan akstur? Nú, ef þeir eru teknir í tollinum með hráskinku, þá brjóta þeir tollalög. Það getur vel verið að SI brjóti einhver íslensk lög með aðgerðum sínum en svo lengi sem þeir setja ekki aðra en sig sjálfa í hættu þá hljóta þeir að geta verið hér við iðju sína. Svo eru þetta hörku uppgrip fyrir lögregluna. Þeir fá heilmikla aukavinnu og verða í góðri æfingu.
Sigurður Hrellir, 26.7.2007 kl. 15:46
Þeir SI eru að brjóta alvarlega af sér. Loka fjölförnum umferðargötum, vinna skemmdarverk á eignum og hafa lagt sig í hættu. Það er full ástæða til þess að vísa þeim úr landi. Þú veist það eins og ég að hráskinkudæmið er ekki sambærilegt og umferðarlagabrot eru mis alvarleg.
Örvar Þór Kristjánsson, 26.7.2007 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.