Rán um hábjartan dag!

Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun er í þann veginn að stela þjóðargersemi frá íslensku þjóðinni. Að vísu vita fæstir um hvað málið snýst, enda  liggur enginn vegarslóði upp eftir Norðurdal. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi sl. sumar að ganga daglangt niður með ánni, skoða fegurð dalsins og stórkostlega fossa sem nú eru að hverfa vegna græðgi fólks og skorts á hugmyndaflugi.

Ég veit ekki hvort ég á að vorkenna þeim sem ákváðu og studdu þessa framkvæmd vegna vanþekkingar sinnar eða hvort ég eigi að fyrirlíta þá fyrir ósvífni þeirra og heimsku. Ég öfunda á vissan hátt þá sem vita ekki hvað þeir fara á mis við vegna þess að maður saknar ekki þess sem maður þekkir ekki. En neðantaldir stjórnmálamenn og starfsmenn Landsvirkjunar ættu bara að skammast sín.

Ég birti hér að lokum smá part úr ádrepu Hallgríms Helgasonar frá því í fyrrahaust:

"Þau sem ákváðu Kárahnjúkavirkjun voru: Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni M. Mathiesen, Ásta Möller, Bryndís Hlöðversdóttir, Drífa Hjartardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Einar Már Sigurðarson, Geir H. Haarde, Gísli S. Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðni Ágústsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Halldór Ásgrímsson, Halldór Blöndal, Helga Guðrún Jónasdóttir, Hjálmar Árnason, Ísólfur Gylfi Pálmason, Jóhann Ársælsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Kristjánsson, Jónína Bjartmarz, Karl V. Matthíasson, Kjartan Ólafsson, Kristinn H. Gunnarsson, Kristján L. Möller, Kristján Pálsson, Lúðvík Bergvinsson, Magnús Stefánsson, Margrét Frímannsdóttir, Páll Pétursson, Pétur H. Blöndal, Sigríður Ingvarsdóttir, Sigríður A. Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Svanfríður Jónasdóttir, Tómas Ingi Olrich, Valgerður Sverrisdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson.

Ég efast stórlega um að einhver þeirra hafi, á ákvörðunardegi, verið búin að sjá fossana í Jökulsá á Fljótsdal. Og vart hafa mörg þeirra staðið við Stuðlagátt eða gengið upp með Sauðárfossi. Þau þekktu ekki landið sem þau völdu að sökkva og þau þekktu ekki ána sem þau ákváðu að skrúfa fyrir. Nokkrum dögum fyrir tappasetningu mæta svo nokkur þeirra fljúgandi, kasta augum yfir svæðið og segja “nei nei, þetta er hvort eð er ekkert spes”. Með fullri virðingu fyrir Ómari má segja: Að ætla sér að dæma svæðið úr flugvél með einu tíu mínútna stoppi við Rauðuflúð er líkt og að reka nefið inn á veitingastað, narta í eina ólívu, og fara svo heim og skrifa gagnrýni um staðinn."

 

 


mbl.is Jökulsá í Fljótsdal trúlega veitt í botnrás á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála þér.  Þetta er ekkert nema rán um hábjartan dag og ástæðan fyrir því að þetta viðgengst er fáfræði og vanþekking þeirra sem þessu ráða.   Sorglegt!

Hildur (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Bíðum við, voru ekki kosningar í maí síðastliðnum? Hefði ekki fólk geta gert eitthvað þá? Mig grunar að þú sért í minnihluta kallinn.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 25.7.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Rétt er það að ég er í minnihluta; sá hópur sem hefur séð þennan dal er varla nema 3-4% þjóðarinnar (ágiskun mín) sem er svipað og fylgi Íslandshreyfingarinnar þó svo að ekki séu bein tengsl þar á milli.

Sigurður Hrellir, 25.7.2007 kl. 17:33

4 identicon

Það er nú alveg svakalega lítið varið í þetta land sem sökkt verður sem og þessa fossa sem eru hérna að mínu mati allavega

Óskar Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 18:52

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

"Ég efast stórlega um að einhver þeirra hafi, á ákvörðunardegi, verið búin að sjá fossana í Jökulsá á Fljótsdal. Og vart hafa mörg þeirra staðið við Stuðlagátt eða gengið upp með Sauðárfossi. Þau þekktu ekki landið sem þau völdu að sökkva og þau þekktu ekki ána sem þau ákváðu að skrúfa fyrir"

97-98% íslensku þjóðarinnar höfðu séð neitt af þessu svæði áður, enda varð svæðið ekki þekkt fyrr en þessir þingmenn ákváðu virkjun....þá fyrst stökkva allir upp til handa og fóta...

Nú þykir mjög líklegt að virkjað verði á Þeystarreykjum norðan við Kröflu. Hefur þú komið þangað ?   eða ætlarðu bara að gera eins og hinir, skoða þetta þegar það verður kominn almennilegur vegur.....jafnvel malbikaður !!!! hehehehe

Ingólfur Þór Guðmundsson, 26.7.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband