14.5.2018 | 16:56
Auðræðistilburðir
Nú eru ýmsir fjölmiðlar búnir að endursegja mörgum sinnum sömu fréttina af "málamyndalögheimilisflutningi" nokkurra Íslendinga. En hvenær koma fréttirnar af orkufyrirtækinu sem stolið var úr almannaeigu með málamyndagjörningi (skúffufyrirtæki í Svíþjóð) þrátt fyrir bænaskjal til forsætisráðherra með næstum 50 þús. undirskriftum? Sama fyrirtæki greiðir nú þjónustu lögfræðinga til að koma vilja sínum fram með aðstoð oddvita Árneshrepps og óvita. Það er ýmist hrækt eða migið á almannaviljann á Íslandi líkt og berlega kom í ljós eftir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu.
Háskólanemar sem fluttu lögheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.