Rödd skynseminnar?

Því miður eru litlar líkur á því að hlustað verði á sjaldgæfa skynsemisrödd innan Framsóknarflokksins. Það virðist vera í eðli Framsóknarmanna að líta á það sem sjáfsagðan hlut að þeir sitji við völd sama hvað kjósendur segja.

Flokkurinn er hættur að koma á óvart. Það er orðin regla hjá þeim að segja eitt og gera annað. Kosningaloforðin ekki 5 aura virði. Það er að vísu ágætt að fólk viti hvar það hefur þá.

Nú tala þeir um að gera þingmennina að ráðherrum og varaþingmennina að fullgildum þingmönnum. Líklega eru Jón og Jónína líka ráðherraefni hinnar "nýju" ríkisstjórnar. Jón með sín 6,2% og Jónína með sín 5,9%.

Það væri hægt að spara mikinn tíma og peninga með því að sleppa kosningunum. Það er orðið eins konar náttúrulögmál að Sjálfstæðisflokkurinn fær sín 35-40% og hækjan reddar því sem upp á vantar. Saman mynda þessir flokkar ríkisstjórn, um það þarf varla að fjölyrða. Líklega er samt hyggilegast að breyta 5% reglunni á næsta kjörtímabili ef ske kynni að fylgi Framsóknar haldi áfram að sturtast niður. Framsóknarmenn þurfa að vísu ekki að fylgja lögum og reglum eins og dæmin sýna.

Það má samt ekki gleymast að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem ber mikla ábyrgð á þessum óknyttaormi sem þeir eru sífellt með í eftirdragi.


mbl.is Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband