Vigdís og lýðræðið

Vigdís Hauksdóttir hefur beitt sér hart gegn endurskoðun stjórnarskrárinnar. Klukkustundum saman stóð hún ásamt fleirum þingmönnum og ráðherrum núverandi stjórnarflokka og tókst með málþófi að koma í veg fyrir að þjóðin fengi að greiða atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs samhliða forsetakjöri í júní 2012. Það gerði hún þrátt fyrir loforð síns flokks um nýja stjórnarskrá fyrir alþingiskosningar. Reyndar gerði Framsóknarflokkurinn það mál einnig að skilyrði fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina í janúar 2009.

"Framsóknarflokkurinn telur brýnt að samin verði ný og nútímaleg stjórnarskrá."

Gott og vel. En í ljósi þess hve Vigdísi virðist þykja vænt um gömlu stjórnarskrána er dáldið kyndugt að hún sé svo ósátt við störf Landsdóms. Landsdómur er nefnilega stjórnarskrárið fyrirbæri en í 14. gr. segir:

"Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."

Þetta er nánast því bein þýðing á 20. gr. dönsku stjórnarskrárinnar frá 1849 þar sem segir:

"Ministrene kunne tiltales for deres Embedsførelse. Folkethinget anklager, Rigsretten dømmer."

Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins á eitt sinn að hafa líkt íslensku stjórnarskránni við "helgan gjörning". Skyldi hann líka ætla að biðja Geir afsökunar?


mbl.is Búin að biðja Geir afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var nú eitthvað annað Siggi minn sem stöðvaði stjórnarskrármálið en Framsókn. Þegar drögin lágu fyrir voru þau send til umsagnar ESA, enda málið beintengt fyrirætlun um inngöngu í ESB.

ESA fann stjórnarskrárdrögunum margt til foráttu, en þó aðallega þær greinar sem sneru að framsali, sem nauðsynlegt var að breyta til að hægt væri að klára umsóknarferlið. Fyrst og fremst var semsagt sett útá of marga fyrirvara fyrir framsali í 28. Kafla 111. Grein. Ef þeim yrði ekki breytt, þá var sjálfhætt við umsókn um inngöngu.

Það var því samfylkingin sjálf sem setti málið ofan í skúffu svo lítið bæri á.

http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/

Skilyrði framsóknar fyrir stuðningi við bráðabirgðarstjórn voru að stjórnlagaþing yrði stofnað í stað þess að ráðast beint í að breyta þeim liðum sem þurfti til inngöngu. Þetta var gert til að tefja málið, enda stóð til að fara með hraði inn í sambandið og nýta sér upplausnina í landinu.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Þú áttar þig væntanlega á að ESB málið og Stjórnarskrármálið spretta af sömu rót þótt menn hafi reynt að fara eins hljótt með það og mögulegt var. 

Í lögum um stjórnlagaþing var pöntunarlisti um breytingar sem sumar tengdust inngöngu beint en aðrar ekki, svona til að breiða yfir tilganginn. Í 7. Lið af þeim átta sem settir voru fram er talað um framsalið.

https://www.althingi.is/altext/stjt/2010.090.html

Þetta var lykilspurningin og hafði þyngsa vægið af öllum. Þó var sleppt að minnast á þetta atriði í svokölluð þjóðaratkvæði um stjórnarskrá voru haldin, þar sem þessara sex spurninga var spurt:

1.Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þú skilur væntanlega sjónarspilið og samhengið núna. Ef ekki, þá bendi ég þér á að lesa skýrslur um umsóknina. 

http://www.vidraedur2009-2013.is/gognin/

Ef ný stjórnarskrá hefði verið samþykkt með þeim fyrirvörum sem í drögunum eru, hefði semsagt verið sjálfhætt við umsóknina og markmið Samfylkingarinnar með þessari vinnu fyrir gýg unnin.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2015 kl. 11:56

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varðandi landstóm, þá var það ekkert nema sýndargjörningur, enda sérðu það er þú æest dóminn og niðurstöðu hans. Samfylkingin kom sér hjá að draga Ingibjörgu Sólrunu fyrir sama dóm enda var hún samsek í því hvernig fór m.a. Með því að stinga varnaðarorðum og skýrslum undir stól og að halda Fjármalaráðherra í skugganum yfir því sem var að gerast.

Samfylkingin lætur enn eins og hún hafi hvergi komið nærri þeirri ríkistjórn og það er eins og þeir trúi því sjálfir þrátt fyrir Borgarnessræður og baráttu sína fyrir upptöku evru fyrir Bankana, sem settu mikinn þrýsting á að fá annan gjaldmiðil til að geta breitt úr sér.

Það er eins og sumir eigi enga skömm til.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2015 kl. 12:06

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jón, ég er hræddur um að þú sért upptekinn við að dreifa sögusögnum sem sérhagsmunaaðilar komu af stað. Nýja stjórnarskráin snýst fyrst og fremst um lýðræðisumbætur og það að færa stjórnskipan Íslands til nútímans.

Drögin voru send til Feneyjanefndarinnar sem gerði ýmsar athugasemdir. T.d. gerði nefndin athugasemdir við málskotsrétt forsetans en stjórnlagaráð taldi rétt að halda honum þrátt fyrir að ákveðið hlutfall þjóðarinnar fengi rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu án milligöngu forseta.

Það er alveg á hreinu samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs að Ísland gengi ekki í ESB án þess að það yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, sjá 111. grein:

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.

Sigurður Hrellir, 26.3.2015 kl. 12:29

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Og auðvitað töfðu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stjórnarskrármálið. Það hlýtur að vera leit að öðru eins í sögunni þar sem flokkur í stjórnarandstöðu ástundar málþóf til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá sem í öllum meginatriðum eru samhljóða þeirra eigin óskum, sbr. kosningamyndbandið "Lýðræði - fyrir okkur öll".

Sigurður Hrellir, 26.3.2015 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband