13.6.2011 | 09:29
Ungt fólk án framtíðar
Ungt fólk á Spáni hefur svo sannarlega ástæðu til að mótmæla. Atvinnuleysið er í hæstu hæðum og meðal ungs fólks er það á milli 40 og 50%. Líkt og á Íslandi viðgengst spilling og það er ekki nóg að vera með góða menntun til að fá starf við hæfi.
Atvinnulausir á Spáni fá varla bætur sem duga þeim fyrir mat, hvað þá húsaskjóli. Þess vegna kúldrast ungt fólk inni á heimilum foreldra sinna fram eftir aldri og neyðist til að sætta sig við afar þröngan húsakost.
En eins og konan sagði eitt sinn: "Minn tími mun koma", þá er það deginum ljósara að breytinga er þörf á Spáni og að unga fólkið mun ekki sætta sig við fagurgala stjórnmálamanna og svikin loforð.
"Pabbi, ég er búinn að finna mér vinnu."
"Til hamingju, sonur sæll. Hvaða vinna er það?"
"Vinnan þín."
Hvað í ósköpunum varð annars af kröfunni um "Nýja Ísland"?
Mótmælt í Madrid | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.