Laugavegur = göngugata

Ég verð að játa að ég botna ekkert í þeim kaupmönnum við Laugaveginn sem líta á það sem aðför að verslunarrekstri að loka eigi Laugaveginum fyrir bílaumferð yfir aðal ferðamannatímann. Fólk sem þekkir göngugötur af eigin raun veit að þar blómstrar mannlíf. Á Laugaveginum er einfaldlega  mjög takmarkað pláss í götunni, og eins og flestir vita tekur hver bíll mjög mikið svæði miðað við gangandi vegfarendur.

Göngugata í LondonKaupmennirnir stofnuðu hagsmunafélag sem þeir nefna "Miðborgin okkar". Í stjórn félagsins sitja þeir kaupmenn sem hvað harðast berjast gegn því að loka Laugaveginum fyrir umferð bifreiða og virðast líta niður á gangandi vegfarendur, allavega gjaldkeri félagsins. Tilgangurinn með félaginu samkvæmt heimasíðu þess er m.a. "að efla mannlíf í miðborginni og stuðla að fögru, snyrtilegu og öruggu umhverfi". Stjórnarmenn virðast þó ekki taka þetta allt of bókstaflega því að stanslaus umferð bíla um götuna vinnur algjörlega á móti þessum fyrirheitum.

Á tímum mikils niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg sem hart bitnar á "dúkkulísum" og börnum almennt, vekur það furðu að hagsmunafélag þessara kaupmanna þiggi fúlgur fjár frá borginni á hverju ári til að sinna sínum sérhagsmunum. Samkvæmt þessari síðu fá samtökin árlega 5 milljónir frá borginni auk prósentuhlutar úr bílastæðasjóði. Fróðlegt væri að heyra hvort fólki þyki þeim peningum vel varið.


mbl.is Spilað með ævistarf fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það dytti engum manni í hug að setjast niður við borð á Laugaveginum og anda að sér útblæstri úr bifreiðum með kaffibolla eða kleinu. Það er miklu fórnað með því að setja bíla skör hærra en fólk.

Sigurður Hrellir, 21.5.2011 kl. 12:00

2 identicon

Kaupmenn eru ekki almennt á móti þessari hugmynd, Þeir eru að segja núna er ekki rétti tíminn til að vera að gera svona breytingar. Laugavegurinn hefur ekki þann sama styrk og hann hafði fyrir mörgum árum. Hann hefur alls ekki þann styrk til að halda uppi göngugötu. Hús niðurnídd,krotuð og sum auð.  Það ber að styrkja laugaveginn áður en er haldið út í svona breytingar.

fannar (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband