20.5.2011 | 09:35
Íslenski fáninn áberandi
Það er greinilegt að spænskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um ástandið á Íslandi. Búsáhaldabyltingin kom heilli ríkisstjórn frá völdum, án þess að stórslys yrðu á fólki. Kosningarnar um Icesave sýndu svo að fólk tekur því hreint ekki með jafnaðargeði þegar óábyrgt fjármálakerfi spilltra bankamanna hrynur yfir hausinn á því.
Vonbrigðin hér, líkt og á Spáni, eru með svokallaðar vinstri stjórnir sem virðast hafa misst tengsl við uppruna sinn og brugðist þeim kjósendum sem eru að kikna undan erfiðum húsnæðislánum á sama tíma og verðlag fer hækkandi og atvinna minnkandi.
Það er einstaklega ánægjulegt að sjá myndir af mótmælum á Spáni þar sem íslenski fáninn er á spjöldum og slagorðin segja t.d. "Allar leiðir liggja til Íslands" og "Ég vil líka vera íslenskur". Það virðist hafa vaknað von í brjósti fólks við það að heyra fréttir frá Íslandi, það er allavega árangur út af fyrir sig.
Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu: "Ég vil líka byltingu eins og á Íslandi". Einnig grein úr El País (í enskri þýðingu) frá því í gær.
Áfram mótmæli á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Athugasemdir
Hér stingur einhver upp á Ólafi Ragnari sem arftaka DSK
http://www.guardian.co.uk/business/2011/may/19/imf-pressure-appoint-non-european-head
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 09:45
Við erum öll Íslendingar núna...
Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2011 kl. 09:51
Elín, mig grunar að Bretar og Hollendingar yrðu ekki mjög áfjáðir í að styðja ÓRG.
Sigurður Hrellir, 20.5.2011 kl. 09:53
Aldrei að vita Sigurður. Fjármálakerfið er dautt. Steindautt. Bretar og Hollendingar vita það jafnvel og allir aðrir.
http://www.youtube.com/watch?v=Z0GFRcFm-aY
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 10:03
Það er 21% atvinnuleysi á Spáni. Þ.e. samkvæmt tölum ESB. Það er miklu meira. T.d. þá fá Spánverjar ekki að vera á bótum í lengur en ár og þá detta þeir af lista og mega éta það sem úti frýs. Ég mundi áætla yfir 30% og það þýðir á mannamáli hrun. Landið er algerlega ósjálfbært eins og er og innviðirnir að hrynja. Nú á að banna öll mótmæli og þá er gamli Francoisminn genginn í endurnýjun lífdaga. Bankarnir eru búnr að rústa landinu og nú a að verðlauna þá með að ausa í þá peningum eins og á Grikklandi. Beilátið sem átti að redda þeim hvarf á rúmum mánuði og enginn veit hvert það fór nema ég. Cayman Islands.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2011 kl. 10:03
Og hvað með íslensku bankana Jón? Þeir voru endurreistir í sinni fyrri mynd með því að dæla í þá ótæpilegu fé á okkar ábyrgð. Lítil eftirspurn er hins vegar eftir svoleiðis bönkum nú á dögum. Eins og sjá má í þessari skýrslu um endurreisn bankanna hafa stjórnvöld beygt sig fyrir kröfuhöfum og fórnað hagsmunum almennings. Ég hef skömm á þessu vonlausa liði.
Sigurður Hrellir, 20.5.2011 kl. 10:17
Er það rétt að öll Rikisstjórninn hafi farið frá Var það ekki hálf Rikisstjórninn sem fór frá
ingo skulason (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 10:18
Það er nokkuð til í því Ingó. Það er súrrealískt að það skuli enn sitja ráðherrar úr Þingvallastjórninni í stólum sínum. Það mætti halda að það vildu engir aðrir taka að sér þess háttar störf.
Sigurður Hrellir, 20.5.2011 kl. 10:25
Sæll Sigurður.
Sjálfur bý ég á Spáni og hef gert í 3 ár eða áður en kreppan skall á.
Þetta er allt rétt og satt sem Jón Steinar Ragnarsson segir hér að ofan og ég get staðfest það að atvinnuleysi er í raun mun hærra og landið er algerlega ósjálfbært. Hér er ástandið orðið skelfilegt, maður sér fátæktina og eymdina og heyrir vonleysið í fólkinu. Betl á götum úti hefur stóraukist, rán og gripdeildir hafa stóraukist. Bankakerfinu er haldið lifandi í öndunarvél. Byggingariðanaðurinn er gjörsamlega í rúst. Húsnæðisverð hefur lækkað um helming og mjög margir eru að missa húsin sín og ævisparnaðinn sem þau höfðu lagt þar inn en er nú gufaður upp.
Það sem er mismunurinn á því hvernig íslendingar gera þetta og á ESB löndunum Grikklandi, Portúgal og Írlandi og á að gera annarsstaðar líka. Það er það að í boði ESB og AGS á að búa svo um hnútana að ríkisábyrgð verði á öllum skuldbindingum bankanna. Líka gagnvart öðrum bönkum og fjárfestingarsjóðum. Þetta á að gera til að reyna að bjarga Evrunni og bjarga stórkapítalinu og stórbönkum Evrópu og ECB bankans, banka Evrópusambandsins sem hefur verið mjög illa stjórnað.
Á Íslandi verða stóru bankarnir Deutche Bank, Royal Bank of Scotland TSB Lloyds og fleiri stórbankar Evrópu að afskrifa stórar fjárhæðir af því að innlán eru í forgangi í föllnu bönkunum og eru forgangskröfur. Hinir verða svo bara að fá rest sem kannski verður 1 til 2%
Nú eru Spánverjar sk+íthræddir að svona svokölluðum "björgunarpakka" í boði ESB og AGS verði líka þröngvað uppá þá. Sem er aðeins björgunarpakki fyrir stórauðvaldið sem ESB og AGS standa vörð um. Þetta er ekki björgunapakki fyrir íbúa þessara landa eða efnahag þeirra síður en svo því að í raun gerir þetta ekkert annað en dæma íbúana til bankaánauðar og fátæktar um áratugi.
Svo er þessi vonlausa Samfylkingarríkisstjórn hér búinn að banna öll mótmæli og sigar öryggissveitum á mótmælendur.
Ráðaleysi þessa liðs er algert !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 11:24
Takk kærlega Gunnlaugur fyrir þitt innlegg. Sjálfur er ég giftur konu frá Spáni og geri mér nokkuð vel grein fyrir alvarleika ástandsins þar. Líklega ættum við á Íslandi ekki að kvarta alveg svona mikið, en það er bara svo ergilegt hvað fjölmiðlar hér eru ógagnrýnir og yfirborðslegir.
Ef farið verður að beita valdi til að banna mótmæli á Spáni er hætt við að lokið þeytist af pottinum. Líklega er það óhjákvæmilegt á meðan að hagsmunum almennings er fórnað til að halda ósjálfbæru fjármálakerfi á floti.
Sigurður Hrellir, 20.5.2011 kl. 11:42
Vissi af þessari skýrslu Siggi og skil ekkert í því af hverju þetta mál er ekki á forsíðum allra blaða og í raun búið að reka Jóhönnu og Steingrím út úr stjórnarráðinu. Þetta eru hrikaleg svikráð við land og þjóð og ætti að vera umfjöllunarefni landsdóms í raun.
Samfylkingin ætlar okkur að hafa það eins skítt og mögulegt er til að þeir geti selt okkur eyðimerkurgönguna inn í fyrirheitnaland ESB. Vænkandi hagur fólks má ekki verða á meðan verið er að vinna í þessu. Hér er búið að draga kreppuna á langinn um 5-6 ár a.m.k. með þessu snilldarbragði. Göbbels setur örugglega tvo þumla upp í gröfinni. Að skapa vandann og bjóðið svo lausnina til að fá sínu framgengt var akkúrat hans hugmyndafræði.
Nú ættum við að draga fram pottana aftur Spánverjum til samlætis og okkur til bjargar. Nú er mælirinn gersamlega fullur.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2011 kl. 11:44
Þetta ætti að vera skilduáhorf!
http://www.youtube.com/watch?v=w8T6vQmhlNg&feature=share
anna (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 11:51
Ég notaðist reyndar við spænska pailla pönnu í Búsáhaldabyltingunni. Ólíkt álpottunum er hún svo góð sem ný þrátt fyrir allar barsmíðarnar og tilbúin til brúks hvenær sem færi gefst.
Sigurður Hrellir, 20.5.2011 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.