15.5.2011 | 10:20
Laus staða fyrir Steingrím?
Það er gömul saga og ný að vald spillir og að algjört vald spillir algjörlega. Hverju skyldi Strauss-Kahn hafa tekið upp á í embætti forseta Frakklands?
Án þess að hægt sé á þessari stundu að fullyrða neitt til um sekt eða sakleysi þessa framagosa er þó ljóst að það væri ekki í fyrsta sinn að hann léti stjórnast af frumstæðum hvötum fremur en yfirvegun og skynsemi. Eins og fram kemur í annarri frétt þurfti hann fyrir 3 árum að biðjast afsökunar á að hafa misnotað konu kynferðislega sem var undir hann sett hjá AGS.
Hvað okkur Íslendinga varðar ættum við að gefnu tilefni að enda samstarfið við AGS, enda ljóst að niðurskurður í heilbrigðis- og menntakerfi er samkvæmt fyrirmælum sjóðsins. Helsti aðdáandi AGS hér á landi ætti einnig að íhuga að sækja um stöðu Strauss-Kahn enda búinn að berjast við slökkvistarf lengur en honum og okkur öllum er hollt.
Reyndar tel ég ólíklegt að Strauss-Kahn fái dóm fyrir að ráðast að fátækri ræstingarkonu. BNA er ekki réttarríki eins og aftaka Bin-Laden án dóms og laga, Guantanamo og meðferð Bradley Mannings hafa sýnt og sannað.
Færður fyrir dómara í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Athugasemdir
Brilljant hugmynd, vægt til orða tekið. Þvílík landhreinsun ef af yrði og þá kynntist heimsbyggðin manni sem kann að nautna á lítilmagnanum, sem er aðalmerki AGS.
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 10:30
Hrellir, hvað hefur heimsbyggðin unnið til saka sem réttlætir þessa hugmynd þína?
Gunnar Skúli Ármannsson, 15.5.2011 kl. 13:40
Já ég get alveg séð Steingrím fyrir mér sveittan við að bjarga heimsbyggðinni úr efnahagsþrenginum. Efa ekki að hann haf viljann, þekkinguna og hæfnina til þess . Gunnar Skúli þú veist að það skiptir engu máli hvernig almúginn hefur það. Aðalatriðið er að Steingrímur fái að sanna sig sem töffari. Þú þarft að koma forgangsröðuninni á hreint
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.5.2011 kl. 14:19
takk Jakobína..
Gunnar Skúli Ármannsson, 15.5.2011 kl. 20:27
Við þurfum ekki bara að hætta í AGS-prógramminu heldur þurfum við að segja okkur úr sjóðnum til að koma megi á nauðsynlegum umbótum.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2011 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.