24.2.2011 | 13:34
Dagur #4
Íslenskir fjölmiðar flytja reglulega fréttir af vandræðum Julians Assange og framvindu framsalsmálsins. Það segir líklega sína sögu um stöðu fjölmiðla á Íslandi að lítið sem ekkert er fjallað um innihald þeirra skjala sem komið hafa fyrir almannasjónir, þökk sé Wikileaks, uppljóstrurum og nokkrum alvöru fjölmiðlum. Þó er það nú svo að upplýsingar af þessum skjölum hafa skipt sköpum í þeirri atburðarás sem hófst í Túnis í desember og hefur nú dreifst til margra annarra landa með gífurlegum ófyrirséðum afleiðingum. Þar hefur mátt sjá hvernig einræðisherrar og klíkur tengdar þeim hafa misbeitt valdi sínu og farið ránshendi hvar sem þeir koma krumlunum í. Þjóðirnar lifa við kröpp kjör en valdamenn eins og kóngar og hafa með vopnavaldi, blekkingum og þöglu samþykki vestrænna ríkja getað haldið uppteknum hætti.
Svíum er vart treystandi fyrir Julian Assange. Sjálfir setja þeir sig aldrei upp á móti vilja hinna sterku og í nafni hlutleysis væru þeir vísir til að framselja forsprakka Wikileaks til Bandaríkjanna þegar þess verður óskað.
En talandi um upplýsingaleynd og gegnsæi, hvað skyldi annars líða upplýsingum þeim sem skilanefnd Landsbankans hefur fengið í hendur vegna Icesave milljarðanna? Íslendingar eiga skilyrðislausan rétt á því að vita hvert þessir peningar fóru áður en þeir gera það upp við sig hvort samþykkja skuli Icesave-samning III eða ekki. Forsenda þjóðaratkvæðagreiðslu er aðgangur að réttum upplýsingum.
Leyfilegt að framselja Assange | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Facebook
Athugasemdir
Svíar munu framselja hann eins og skot og svo verður hann jarðaður í rólegheitunum með hjálp af réttarkerfinu í USA. Þaðan verður honum aldrei sleppt aftur...og engin kann þessa aðferð betur enn einmitt Assange..
Óskar Arnórsson, 24.2.2011 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.