Masókismi?

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og eiginkona forstjóra Alcoa á Íslandi sagði sl. sunnudag í Silfri Egils:

"Samkvæmt núgildandi lögum, og það var samþykkt á þinginu á árinu 2008, þá eru orkuauðlindirnar í eigu íslensku þjóðarinnar. Það eru opinberir aðilar sem eiga auðlindirnar."

Vissulega hafa sumir Sjálfstæðismenn átt nokkuð erfitt með að skilja að eitthvað geti verið í eigu þjóðarinnar, og það er augljóst að Ólöf Nordal gerir ekki greinarmun á þjóðareigu og opinberri eigu.

Öllu verri er þó sá skilningur Árna Sigfússonar að hið opinbera í sveitarfélaginu Reykjanesbæ geti selt hinu opinbera hjá íslenska ríkinu auðlind sem er í þjóðareigu (sbr. Ólöfu Nordal) þó svo að Árni og fleiri kumpánar af svipuðu kaliberi hafi leigt út nýtingarréttinn í heilan mannsaldur og gott betur. Líklega hefur Árni kafað of djúpt í bókina sem bróðir hans skrifaði áður en hann setti Sjóvá á hausinn.

En við skulum halda því til haga að meirihluti íbúa Reykjanesbæjar kaus Árna Sigfússon og flokkinn hans til að hlutast til um sín mál, og það þrátt fyrir að reynsla undangenginna 4 ára ætti að hafa verið þeim víti til varnaðar. Á þetta eitthvað skylt við masókisma?


mbl.is Semji beint við HS orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf þegar þetta sveitarfélag kemst í fréttir þá rifjast þessi grein upp fyrir manni: http://www.visir.is/article/20100525/SKODANIR03/7100312

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, ég man eftir þessu.

Sigurður Hrellir, 19.1.2011 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband