Klúður eða spilling?

Á sínum tíma fékk ríkið alla stóru bankana í fangið. Kaupthing Luxembourg var dótturfélag Kaupþings á Íslandi en margir vissu að þar inni væri upplýsingar að finna um flesta vafasama vafninga, viðskiptafléttur, skattaundanskot og peningaþvætti síðustu ára. Því var sumum eflaust hugleikið að koma þessu fyrirtæki í erlent eignarhald sem fyrst og forða gögnum undan klóm réttvísinnar.

Það vakti hins vegar athygli hversu lítinn áhuga ráðamenn virtust hafa á því að fresta þessari sölu til að vernda rannsóknarhagsmuni. Ekki minnist ég þess að hafa séð neina forystumenn ríkisstjórnarinnar tjá sig á þeim nótum. Þetta vekur vissulega grunsemdir um víðtæka spillingu og skýtur stoðum undir það að stjórnmálamönnum hafi hreinlega verið umbunað fyrir greiðasemi og almennt aðgerðarleysi á tímum "gróðærisins".

Magnús GuðmundssonVarla dregur það úr grunsemdunum að Magnús Guðmundsson sem var forstjóri Kaupthing Luxembourg skyldi áfram halda um stjórnartaumana eftir söluna á bankanum. Hér má lesa pistil Sölva um hrokagikkinn Magnús og hér er eitt lítið dæmi um "viðskipti" þau sem tíðkuðust innan veggja fyrirtækisins og nauðsynlegt er að fletta ofan af ef eitthvað réttlæti á að ríkja hjá íslenskri þjóð.

Það hlýtur allavega að flokkast undir alvarleg mistök í starfi að búa ekki svo um hnútana að sérstakur saksóknari hefði aðgang að gögnum til að fletta ofan af þeim sem settu líf heillar þjóðar í uppnám.


mbl.is Sérstakur væntir niðurstöðu í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband