Eru ályktanir Alþingis orðin tóm?

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn: Ísland á að veita Julian Assange skjól og bjóða honum ríkisborgararétt í einum grænum.

Í sumar var samþykkt þingsályktun á Alþingi þar sem segir í upphafi: "Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leita leiða til að styrkja tjáningarfrelsi, málfrelsi, upplýsingamiðlun og útgáfufrelsi auk þess sem vernd heimildarmanna og afhjúpenda verið tryggð".

Svo gæti hæglega farið að okkar eigin landsmenn yrðu sömuleiðis fyrir barðinu á alríkisstjórninni fyrst hún á annað borð virðist ætla að brjóta Wikileaks niður með fantabrögðum og lögleysu.

Hér má sjá nánar um það sem er í gangi:

http://www.armycourtmartialdefense.info/2010/12/typical-day-for-pfc-bradley-manning.html

http://www.democracynow.org/2010/12/16/alleged_wikileaks_whistleblower_bradley_manning_imprisoned

Og hér er svo tengill á ágæta heimildamynd um Wikileaks frá sænska sjónvarpinu:

http://svtplay.se/v/2264028/wikirebels_the_documentary

Þessi mynd sýnir ljóslega hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í starfsemi Wikileaks, ekki síst hinu óhugnanlega myndbandi frá Baghdad. Gleymum ekki þætti Íslands í þessu kaldrifjaða stríði.

Og hér er svo jólamyndin í ár, nöturlegur sannleikurinn um fjölmiðla, splunkuný heimildamynd í boði Láru Hönnu sem ég mæli mjög eindregið með:

http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/12/20/sannleikurinn-og-fjolmiðlarnir


mbl.is Julian Assange kosinn maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vinstrimenn hafa blaðrað ábyrgðarlaust í stjórnarandstöðu alla tíð. Yfirlýsingarnar og fyrirheitin hjá þeim við slíkar aðstæður eru einskis virði.

Þessi ríkisstjórn hangir á lyginni einni saman. Allir sjá að hún er sundruð og óstarfhæf en valdaþráin var orðins svo svæsin, að þeir hanga á þessu eins og hundar á roði. Enda veit þetta fólk að það fær ekki fleiri tækifæri, ef (þegar) það hrökklast frá.

Þeir sem fengu kosningarétt í fyrsta sinn á áttunda áratugnum, þekkja ekki raunverulegt eðli þessa fólks. En nú þurfa vinstrimenn að bíða í a.m.k. 20-30 ár eftir öðru tækifæri. Þá verður vaxin úr grasi ný kynslóð sem auðvelt er að blekkja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 00:18

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar, gefðu þér tíma og horfðu á þessa mynd sem Lára Hanna setti á síðuna sína. Þetta er alvöru heimildamynd sem hringir mörgum viðvörunarbjöllum.

Ég skal fúslega taka undir margt af því sem þú segir. Það þarf að spúla flórinn bæði vinstra megin og hægra megin í stjórnmálunum. Ekki síst bak við tjöldin.

Sigurður Hrellir, 23.12.2010 kl. 01:04

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já ég hlakka til að kíkja á þetta... sennilega ekki fyrr en á morgun.

Og veistu, ég get líka tekið fúslega undir með þér "það þarf að spúla flórinn bæði vinstra megin og hægra megin í stjórnmálunum." Þetta með "bak við tjöldin" er sennilega dálítið snúið, nema e.t.v. með einhverjum kommúnista eða fasistaaðferðum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 01:42

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Nei Gunnar, það snýst bara um það að almennir félagsmenn í stjórnmálaflokkum láti ekki einhverja valdaklíku stjórna öllu bak við tjöldin. Þetta er m.ö.o. krafan um gagnsæi og virkt lýðræði sem krefst aukinnar þátttöku almennings.

Ótrúlegt annars hvað við erum farnir að vera sammála um margt...

Sigurður Hrellir, 23.12.2010 kl. 02:00

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég er farinn að hafa áhyggjur af þessu.... verð að segja það

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 02:50

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En vandamálið er einmitt þáttökuleysi almennings. Sjáðu t.d. verkalýðshreyfinguna  ..Verulegt vandamál

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 02:52

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fólk er tilbúið að brjóta allt og bramla í miðbænum, en að taka þátt í málefnalegu starfi.... ekki séns

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 02:54

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Meintan nauðgara til Íslands. Já takk. Er ekki annars nóg af þeim?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.12.2010 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband