18.12.2010 | 10:29
Fer þetta ekki að vera gott?
Lilja Mósesdóttir var gestur Kastljóssins í gær. Hún hefur verið óhrædd við að leggja fram róttækar hugmyndir til lausnar efnahagsvanda þjóðarinnar, óháð því hvort þær eigi samhljóm innan ríkisstjórnarinnar eða hvort þær samræmist stefnu AGS. Hugmyndir Lilju hafa hins vegar fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum ríkisstjórnarinnar og hefur hún átt erfitt uppdráttar í þingflokki VG af þeim sökum.
Nú er það svo að Lilja er býsna gott dæmi um stjórnmálamann eins og kallað hefur verið eftir. Hún er mjög vel menntuð beggja vegna Atlandshafsins, dr. í hagfræði, og sérfróð um kreppuástand þjóða. Hún bauð sig fram til þingmennsku á eigin verðleikum án þess að hafa beðið þolinmóð innan einhvers stjórnmálaflokks eftir að röðin kæmi að henni. Hún er með öðrum orðum verðugur fulltrúi fólks á Alþingi.
En hvernig bregðast atvinnustjórnmálamenn við fólki eins og Lilju? Steingrímur J. hefur sterklega gefið það til kynna að Lilja sé ekki velkomin innan "hans" flokks lengur. Jóhanna Sigurðardóttir afgreiddi málið stuttaralega, talaði um bull og að hlaupast undan ábyrgð.
Ég tel að tími Jóhönnu og Steingríms sé liðinn.
Ríkisstjórnin veik en ekki í lífshættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég þér sammála! Nátttröll hins gamla tíma.
Skorrdal (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 11:40
Þei vilja hafa þetta eins og í dúmunni í gamla daga. Annað hvort ertu sammála eða þá að þú ert kominn í gúlagið. Það vill svo til að Lilja hefur stjórnarskrárvarinn rétt til að fylgja sannfæringunni sinni en ástæða þess að þessi 48. grein er einmitt í stjórnarskránni er sú að koma í veg fyrir slíka einræðistilburði.
Málið er farið að minna á farsa eftir Dario Fo.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2010 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.