Sýndarveruleiki bandarískra fjölmiðla

Lesendur Time völdu Julian Assange sem mann ársins. Ritstjóri blaðsins sá hins vegar ástæðu til að sniðganga þá kosningu og velja Mark Zuckerberg í hans stað. Það þarf varla að vera mjög trúaður á samsæriskenningar yfirleitt til að sjá hvað veldur.
 
Fólk þarf hins vegar að gera það upp við sig hvort það vill lifa í sýndarveruleika eða ekki.
 

mbl.is Zuckerberg maður ársins hjá Time
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Facebook hefur haft mun meiri áhrif á heiminn heldur en skjölin hans Assange um utanríksráðuneyti. Time hefur aldrei notað kosningarnar sem endalega niðurstöðu, enda væri þetta þá lítið annað en vinsældarkosning. Zuckerberg hafnaði í 9. unda sæti á listanum, sem sýnir augljóslega að þessi kosning hefur lítið að segja, enda ekki farið beint í annað sætið.

Jóhann (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 15:44

2 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Bandarísk stjórnvöld örugglega yfir sig ánægð með samskiptarsíðuna facebook vegna persónuupplýsinga. Fasistar. Vantar fleiri vinsælar 'Anti-Government' síður. Ef facebook væri bara svoleiðis.

Davíð Þór Þorsteinsson, 15.12.2010 kl. 20:01

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það getur vissulega verið erfitt að sjá mikilvægi hluta fram í tímann. Tölvurisinn Microsoft kom t.d. ekki auga á möguleika Internetsins fyrr en 2-3 árum eftir gangsetningu þess.

Hvað varðar Facebook og Wikileaks er það augljóslega álit þeirra sem tóku þátt í könnun Time Magazine að Julian Assange verðskuldi tiltilinn maður ársins fremur en Mark Zuckerberg sem lenti í 9. eða 10. sæti með aðeins 5% af atkvæðum Julians. Ritstjóri blaðsins lét sér það í léttu rúmi liggja en gerði svo illt verra með því að úthluta Teboðshreyfingunni öðru sæti en hún var heldur ekki meðal þeirra efstu samkvæmt áliti lesenda blaðsins.

Ég tel að Facebook muni lítil áhrif hafa á veraldarsöguna þó svo að einstakir menn kunni að segja að síðan hafi haft mikil áhrif á þeirra eigið líf til góðs eða ills. Að sama skapi tel ég að uppljóstranir Wikileaks muni hafa mjög mikil áhrif og minni á að einungis smáræði af skjölunum hefur enn litið dagsins ljós. Það er svo undir dómurum beggja vegna Atlantshafsins og útsendurum CIA komið hvort að Julian Assange verði settur í dýrlingatölu eða ekki. Nafn Marks Zuckerberg mun tæpast verða skrifað stórum stöfum á síður sögubóka nema að hann eigi eftir að trompa sjálfan sig sem frumkvöðull eða á öðrum sviðum. En það er vissulega önnur saga.

Sigurður Hrellir, 15.12.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband