Hver hefur sinn djöful að draga

Jenis Av Rana er ekki verðugur fulltrúi sinnar ágætu þjóðar. Hann er forpokaður afturhaldsseggur og ætti helst að halda sig fjarri öðru fólki.

Því miður erum við Íslendingar ekki heppnari með suma af okkar fulltrúum. Framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar er Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Hann var utanríkisráðherra þegar Ísland lýsti yfir stuðningi við innrás bandaríkjamanna og breta í Írak. Íslenska þjóðin fékk fyrst að heyra ávæning af þessum meinta stuðningi sínum á fréttamannafundi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna 2 dögum áður en innrásin hófst. Alþingi hafði ekki fengið málið til umfjöllunar og heldur ekki utanríkismálanefnd sem þó starfar fyrir luktum dyrum og undir þagnareið. Formenn tveggja stjórnmálaflokka, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, tóku sér það vald að ákveða þetta undir fjögur augu og án samráðs við eigin ríkisstjórn.

Síðdegisútvarp Rásar 2 spilaði í síðustu viku bút úr viðtali við Halldór sem tekið var 20. mars 2003, þann dag sem innrásin hófst og íslenskum almenningi var ljóst að Ísland væri aðili að innrásinni. Halldór sagði:

Innrásarlið Íslands í Írak"Ég tel að þetta sé siðlegt, alveg eins og ég taldi það vera siðlegt það sem gerðist í Afghanistan, ég taldi það vera siðlegt sem gerðist í Júgóslavíu. Það lá t.d. alveg ljóst fyrir að Öryggisráðið komst ekki að niðurstöðu um það mál. Ég tel að Saddam Hussein og hans ríkisstjórn sé einhver siðlausasta ríkisstjórn sem til er í heiminum. Það liggur fyrir að daglega er að deyja fólk í Írak af þeirra völdum. Það eru pyntingar, skipulagðar, aftökur o.s.frv. Þetta mun að sjálfsögðu koma í ljós þegar að íraska þjóðin getur farið að tala, farið að segja eitthvað, en hún hefur ekki getað það á undanförnum árum vegna ótta. Þetta er allt saman vitað mál."

Ætlar almenningur að sætta sig við það að Halldór fái áfram að vera fulltrúi þjóðarinnar í norrænu samstarfi? Maðurinn sem ber öðrum fremur ábyrgð á kvótakerfinu, Kárahnjúkavirkjun, einkavinavæðingu bankanna og loforðum um 90% húsnæðislán? Maðurinn sem Helgi Seljan tók viðtal við í maí á þessu ári og iðrast einskis?

Sjá Halldór Ásgrímsson í afneitun, fyrri hluti og seinni hluti.


mbl.is Mætir líklega í boð til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglsverð mynd.

En hvað eru þessir labbakútar búnir að valda íslensku þjóðinni miklu tjóni?

Og þeir eru enn að bauka og basla. Halldór stritast þó við að sitja, en Dabbi er enn að spilla fyrir og auka glundroðann.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 17:06

2 identicon

Strákar mínir ég held að málið sé að hætta að velta sér upp úr fortíðinni, hún er liðin og kemur aldrei aftur.

Ríkisstjórnin ræður ekkert við þau vandamál sem þjóðin á við að glíma og vegna sundurlyndis stjórnarflokkanna verður ástandið bara verra. Mörg svöng fjölskyldan fær væntanlega vatn í munninn þegar hún sér glæsimatseðil úr VEISLU Jóhönnu. Ríkisstjórnin á að setja í forgang að gefa svöngum íslendingum að borða og að því loknu er svo sem í lagi að bjóða norrænum pólitíkusum upp á einhverja smárétti en EKKI VEISLU.

Páll

Páll (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 17:20

3 identicon

Ég sagði þetta á öðrum vef, en það á greinilega vel heima hérna:

Þeir sem sjá aðeins fortíðina, eru sem blindir á öðru auga. Þeir sem gleyma fortíðinni, eru sem blindir á báðum. (Spakmæli, sem ég man ekki hvaðan er…)

Þeir sem muna ekki fortíðina, gleyma henni eða vilja ekki sjá hana – eru dæmdir til að endurtaka mistökin.

Gleymum aldrei fortíðinni – en lifum í nútíðinni!

Það sér það hver maður, sem nennir að muna það, að hvorki Halldór né Davíð hafa efni á - né höfðu efni á, á þeim tíma - að tala um "siðleysi". Helst ætti að henda þessum mannöpum í grjótið - en hugsanlega væri það of gott fyrir þá.

Þetta er mín skoðun - og er ég tilbúinn að standa og falla með henni, eins og öllum hinum sem ég hef látið uppi gegnum árin...

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 18:33

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Halldór er vissulega maður fortíðarinnar og þess vegna væri honum best fyrir komið í sögubókum en ekki í vel launuðu starfi sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Sigurður Hrellir, 2.11.2010 kl. 19:03

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Siggi!

Hvað var að kosningaloforðinu um 90% lánshlutfall af hóflegri íbúð?

Hallur Magnússon, 2.11.2010 kl. 21:59

6 Smámynd: Hallur Magnússon

hvað sem mönnum finns tum fyrri störf Halldórs, þá virðist Halldór hafa staðið sig vel í starfi framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar - og meðal annars unnið þar gott verk fyrir Ísland.

Hvurslags hefndarfýsn er það að ráðast að manninum vegna eðlilegrar endurráðningar?

Hallur Magnússon, 2.11.2010 kl. 22:23

7 identicon

Hallur, þér finnst s.s. í fínu lagi að maður sem er ábyrgur fyrir því að gera okkur aðila að innrásarstríði þar sem hundruðir þúsunda almenna borgara hafa verið drepnir og pyntaðir sé málsvari Íslands á norðurlöndunum?  Einnig að menn eigi ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum?  Það er kannski hefnd að kæra ofbeldismann fyrir að misþyrma einhverjum?

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 22:49

8 identicon

Heldur þykir mér þú höggva hart að Jenis Av Rana. Hann er vissulega afturhaldssamur(Mitt álit) en hans skoðanir eru hans skoðanir þó þær séu þvert á álit annara og því óvarlegt að tala um að hann ætti helst að halda sér frá öðru fólki einungis vegna skoðana hans.

Held þú ættir að athuga að öll höfum við mismunandi skoðanir á hlutunum og ef við ættum öll að halda okkur fjarri öðrum vegna þess að við erum ekki öll á sömu skoðun myndi mannkynið fljótt deyja út er ég hræddur um.(Tek samt fram að ég er ekki skoðanabróðir Jenis Av Rana)

En auðvitað mátt þú hafa þína skoðun á Jenis eins og við hin og ég ætla ekki að leggja það til að þú haldir þig fjarri öðru fólki vegna þeirra.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 00:34

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Halldór verður víst ekki dregin fyrir dómstóla fyrir gjörðir sínar sem ráðherra vegna stuttra fyrningarákvæða. Ég tel mig ekki vera haldinn hefndarfýsn með skrifum mínum hér. Halldór er einfaldlega í dag ekki réttur maður á réttum stað með sína ferilskrá.

Sigurður Hrellir, 3.11.2010 kl. 00:56

10 identicon

... en 90% lánshlutfall af hóflegri íbúð?

Hallur Magnússon (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband