Stríð við þjóðina

Íslendingar eiga sér ekki viðreisnar von ef þeir sætta sig við að 7 ráðherrar úr hrunsstjórninni bjargi fyrrum félögum sínum úr klóm réttlætisins fremur en að sitja hjá eða kalla til varamenn. Í dag sagði Alþingi þjóðinni stríð á hendur.

mbl.is Málshöfðun gegn Árna felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég hélt satt að segja nafni að þú værir heiðalegri en það að taka þátt í þeim hráskinnaleik sem nú fer fram, og er stýrt af ritstjóra Morgunblaðsins, Davíð Oddssyni, að koma því inn hjá öllum landslýð að Hrunið mikla hafi verið skapað af Ríkisstjórninni sem var mynduð um mitt ár 2007. Verði þér að góðu að taka þátt í þessu; að vinna ötullega að því að hvítþvo þá sem voru í ríkisstjórnum frá aldamótum. Það er búið að búa til nýtt heiti á samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, Hrunstjórnin, og þú lætur þér sæma að að hvítþvo þá sem einkavæddu bankana og gáfu þá glæpamönnum sem ekkert kunnu í bankarekstri og enduðu með að ræna þá innanfrá.

Vona að þú fáir rækileg hælsæri sem fótgönguliði Davíðs.

Hvað flokkar og men stóðu fyrir þessum óheillaverkum?

Þú virðist álíta að það hafi verið Ríkisstjórnin sem tók við völdum um mitt ár 2007.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.9.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Kæri nafni,

Ég er fullkomlega heiðarlegur þegar ég bendi á það að 7 fyrrum ráðherrar úr ríkisstjórn Geirs Haarde sáu ekki sóma sinn að stíga til hliðar þegar Alþingi neyddist til að greiða atkvæði um þetta erfiða mál. Ef það setur mig í lið með frænda mínum Davíð Oddssyni þá er það óheppileg tilviljun. Sjálfur vildi ég óska þess að svokölluð ráðherraábyrgð næði nægilega langt aftur til að ákæra þá sem mesta ábyrgð bera á einkavinavæðingu bankana og gagnslausum eftirlitsstofnunum.

Líklega hefði skársti kosturinn verið ef Atla-nefndin svokallaða hefði mælt með ákæru gegn öllum ráðherrunum 12 svo að tryggt væri að þeir sjálfir stæðu ekki vörð um fyrrum félaga sína.

Sigurður Hrellir, 28.9.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband