Að spara sér sporin

Ég hugsa stundum til 4x4 gaursins á upphækkuðum Econoline sem ók framhjá mér á 100 km/klst á miðjum Kjalvegi. Sjálfur var ég á reiðhjóli og það rigndi yfir mig grjóti af öllum stærðum og gerðum. Klukkutíma síðar sá ég bílinn og ökumann hans á Hveravöllum og spurði kurteislega hvort hann gerði sér grein fyrir því að sumir ferðalangar væru algjörlega berskjaldaðir fyrir tillitslausum ökumönnum. Vinurinn sagði að Kjalvegur væri fyrir bíla og að reiðhjólamenn ættu bara að halda sig á þar til gerðum stígum. Það er sjónarmið út af fyrir sig!

Ekið inn á tjaldsvæðiReynsla mín af íslenskum hálendisökumönnum er frekar dapurleg. Þeir eru oft tillitslausir og því stærra sem ökutækið er, því minna tillit sýna þeir iðulega. Erlendir ökumenn eru hins vegar oftast mjög tillitssamir og hægja verulega á sér þegar þeir aka framhjá fólki sem kýs annan og rólegri ferðamáta. Þeir eru ekki heldur haldnir þeirri áráttu að þurfa helst að leggja bílnum á miðju tjaldsvæðinu til þess að spara sér örfá spor.

Skyldu meðlimir 4x4 ferðaklúbbsins ekki átta sig á sérstöðu þeirra svæða sem lokuð eru fyrir umferð vélknúinna ökutækja? Hvað með rétt þeirra ferðalanga sem leita í kyrrð og ró fjarri byggðu bóli?

 


mbl.is Mótmæla fyrirætlunum að loka fyrir bílaumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Fyrir röskum áratug bjó ég í Ásgarði.  Á morgnana var Bústaðavegurinn þéttpakkaður bílum.  Jafnan þurfti að bíða lengi áður en einhver hleypti manni inn á Bústaðaveg.  Snemma lærðist að þeim mun stærri sem bílarnir voru á Bústaðaveginum því ólíklegra var að þeir sýndu lipurð. 

Jens Guð, 23.6.2010 kl. 00:05

2 identicon

Sæll,,,verð nú að segja að þessi pistill þinn hér að ofan hljómar mjög af fordómum gegn því fólki sem vill ferðast um landið sitt á bílum,,,Þú vilt kannski helst að bílar fái ekki að Fara útfyrir þjóðveg 1.Þó að þú hafir lent á slæmum ökumanni er þá ekki óþarfi að dæma þá alla????Erlendir ferðamenn eru klárlega ekki skárri en þeir Íslensku,,,,veit ekki hvað oft maður hefur séð þá leggja á miðjum tjaldsvæðum,,,,leyfi mer að fullyrða að mikil meirihluti utanvega aksturs hér á landi er eftir Erlenda ferðamenn,,,,Auðvitað skilja meðlimir Ferðaklúbbsins 4x4 sérstöðu þeirra svæða sem eru lokuð fyrir umferð vélknúina farartækja enda eru þau svæði mikill meirihluti landsins og bara gott og gilt að þau svæði séu til.En það að ætla loka þessum svæðum sem þarna er um rætt er bara bull og engin fótur fyrir þessum loknum,,,veit með vissu að sum af þessum svæðum eru þannig að umferð vélknuna ökutækja er sáralítil sem engin og reyndar er ég nokkuð viss um að umferð allmennt um þau sum er litil,,,en það segir ekki að þessum leiðum skuli lokað,,,hvað með tildæmis fólk sem hefur áhuga og langar að skoða landið en getur ekki gengið eða hjólað???? á það þá bara ekkert að fá að skoða???

Víðir L Hjartarson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 00:10

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það er slæmt að alhæfa og líklega er ég ekki fordómalaus frekar en margir aðrir. En hvort er verra, fordómafullur ferðalangur á reiðhjóli eða fordómafullur ökumaður á 44 tommu upphækkuðum Econoline?

Sigurður Hrellir, 23.6.2010 kl. 00:27

4 identicon

Sigurður- Þessi Econoline sem er á myndinni er til sölu svo nú er tækifæri fyrir þig að vera fordómafullur ökumaður á 38 tommu upphækkuðum Econoline...en er sennilega líka gott efni í 44"

Jens- Ég hleypi öllum sem ég get inná hvort sem er á bústaðavegi eða á öðrum leiðum borgarinnar þegar ég get og tækifæri gefast..og ek ég á rúmlega 3 tonna jeppa.

En hafið þið tekið eftir hversu margir á fólksbílum stoppa jafnvel á götum og spóla í hringi og taka svo handbremsubeygjur á hringtorgum og reyna svo að spóla útúr þeim...spyrna svo á götum borgarinnar og leggja bæði gangandi og akandi í stór hættu !

4x4 meðlimur. (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 00:54

5 identicon

Ég er sammála Víði.  Mér finnst þessi færsla hjá þér einstaklega fordómafull og ég held að þú ættir að kynna þér starf það sem 4X4 klúbburinn hefur beitt sér fyrir.  Hitt er annað að það eru eflaust einhverjir fávitar þarna úti sem ekki taka tillit til ykkar hjólreiðamanna en á sama hátt hef ég sjálfur lennt í því að vera á umræddum 44" breytta Ecconoline og orðið fyrir sambærrrilegri reynslu og þú þ.e að víkja en fá bara grjót og tilheyrandi yfir mig fyrir vikið.  Það er kannski best að hugsa þetta sem svo að það eru ekki allir hestamenn fyllibyttur, ekki allir vélhjólamenn glæpamenn, ekki allir sportbílaeigendur nýðingar.  Málið er bara einfaldlega að það verða alltaf svartir sauðir sem skemma fyrir fjöldanum en það þýðir ekki endilega að það eigi að banna allt sem aflaga getur farið heldur frekar að reyna að fá fjöldan til þess að ná til þessara fáu einstaklinga sem skemma fyrir hinum.  Ef þú hinsvegar ert það langt leiddur í þessari krossferð þinni að þú getir ekki verið sammála þessu þá langar mig að spyrja þig, hversu oft hefur þú lennt í þessu þ.e. að breyttir jeppar sýni þér þessa ömurlegu framkomu á fjöllum.  Ef svarið er að þú sért bara svona ofboðslega svekktur yfir þessum eina sem var fáviti og virtist ekki gera sér grein fyrir mögulegum afleiðingum þess að keyra svona í kring um óvarið fólk (hvort sem það væru gangandi, hjólreiðarmenn eða mótorhjól) þá er spurning hvort þú þyrftir ekki að athuga aðeins viðhorf þitt með tilliti til fjöldans

Jón Már (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 02:08

6 identicon

En Siggi, hvernig veist að hann var 4x4 meðlimur ?? Nei ég bara velti því fyrir mér. Líka afþví að þú ert svona hlintur því að loka ladsvæðum fyrir vélknúnum ökutækjm þá langar mig að spyrja þig hvernig td ég á að komast þangað sem mig langar ?? ... Ég er td einn af fjölmörgum sem geta td ekki hjólað og enn síður gengið einhverjar vegalengdir og svo annað, finnst þér bara í lagi að lokað verði bara á veðimenn líka ?? Þeir hafa ekki nema bara margra aldagamlar hefðir á að veiða td í kringum Vatnajökul.  Mér finnst persónulega að reiðhjól ættu að vera annarstaðar en bílar og mín reinsla af  MÖRGUM, og þá meina ég mörgum og EKKI öllum, reiðhjólamönnum er miður góð.  Þeir hreinlega halda að þeir eigi vegina skuldlausa og rúmlega það. 

Páll (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 08:38

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

4x4 meðlimur, ég geri nú ekki ráð fyrir að kaupa Econoline, hvorki á 38 né 44 tommum. Takk samt fyrir ábendinguna.

Páll, frá mínum bæjardyrum séð skiptir það ekki höfuðmáli hvort að viðkomandi var meðlimur í 4x4 eða einhverju öðru félagi. Ekki frekar en það skiptir máli hvort að reiðhjólamennirnir sem þú lætur fara í taugarnar á þér eru í einhverjum félagsskap eða ekki.

Ég skal fúslega viðurkenna að ég þekki ekki starfsemi 4x4 að öðru leyti en sem áhorfandi utanfrá. Vonandi reyna samtökin að hvetja félaga sína til að sýna tillitssemi við náttúruna og aðra ferðamenn auk þess að berjast gegn verndunaráformum innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Munum að frelsið er vandmeðfarið og að frelsi sumra getur skerkt frelsi annarra. 

Sigurður Hrellir, 23.6.2010 kl. 10:04

8 identicon

Ég vona að þér hafi ekki orðið meint af framúrakstrinum Sigurður. En því miður þá er það þannig að það eru svartir sauðir í öllum hópum og á það jafnt við um jeppamenn, hjólamenn, sleðamenn, göngumenn og í raun hvaða annan hóp sem er.

En sem betur fer eru flestir íslendingar hugsandi fólk og er tillitsamt við náungann. Ég sjálfur er meðlimur í ferðaklúbbnum 4x4 og ek um landið á einum af stærstu jeppunum sem eru á götunum. Ég og reyndar allir sem ég kannast við og eru á stórum bílum, gera sér fulla grein fyrir að bílarnir eru fyrirferðarmiklir og geta valdið öðrum vegfarendum ótta - og því erum við flestir mjög tillitsamir í umferðinni. En því miður eru svartir sauðir allstaðar sem kannski gera sér ekki grein fyrir því hversu miklu ryki og smásteinum gróf dekk geta rótað upp á veginum.

Ferðaklúbburinn 4x4 er sá félagsskapur á landinu sem hefur á síðustu 25 árum eytt hvað mestu púðri og fjármagni í verndun hálendis Íslands. Þetta hefur hann gert með fræðslu til jeppamanna og annarra sem ferðast á vélknúnum farartækjum (m.a. útlendinga á bílaleigubílum), með baráttu gegn utanvegaakstri, með stikun hálendisvega, með uppgræðslu og skógrækt. Klúbburinn hefur einnig barist ötullega fyrir ferðafrelsi almennings og rétti til að aka á breyttum bílum um landið. Ef klúbbsins nyti ekki við væru blómlegar atvinnugreinar í ferðaþjónustu vart til sem og stórar greinar eins og jeppabreytingaiðnaðurinn.

Þannig að með þessu er ég að benda þér á að klúbburinn hvetur sína félagsmenn, sem telja 5 - 6000, til þess að sýna umhverfinu og náunganum tillitsemi.

Nú varðandi þær lokanir á hálendisvegum og reyndar aðrar takmarkanir á ferðafrelsi og veiðum sem verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs leggur upp með þá vona ég að þú og aðrir leggi þeirri baráttu Ferðaklúbbsins lið. Það er nefnilega þannig að þó að þú sért frískur í dag og getir hjólað eða gengið um hálendið þá er ekki víst að þú getir það eftir 10 ár - þá er ansi súrt í broti að það sé búið að loka stórum hluta hálendisins fyrir þér og öllum örðum sem vilja fá að njóta en geta ekki vegna heilsu, aldurs eða af öðrum orsökum. Það er þannig að einungis lítill hluti þjóðarinnar hefur getu til að axla 15 - 20 kg bakpoka og ganga í marga daga til að sjá náttúruperlur eins og t.d. Vonarskarð. Reyndar er takmörkun á hjólreiðum líka í verndaráætlun vatnajökluls, en þar er fjallahjólamönnum bannað að hjóla á jökli, en það er sport sem hefur verið að vaxa.

Þannig að þegar að áætlunin er lesin þá er erfitt að sjá fyrir sér fyrir hvað orðið Þjóð í Þjóðgarður stendur fyrir. Hann er svo sannarlega ekki fyrir alla þjóðina nema lítill hluti hans. Restin á að vera fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og ferðafélög sem selja gönguferðir og skálagistingu í þjóðgarðinum.

Svo vona ég að þér gangi sem best að hjóla um landið - passaðu þig bara á bílunum, ökumenn sjá ykkur sem hjólið eða gangið í vegkantinum ekki alltaf.

Benedikt Magnússon (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 12:02

9 identicon

Illt að sjá og heyra, ég hef í mörg ár flækst akandi um hálendi Íslands, og aðeins einusinni orðið fyrir ókurteysi af hálfu ökumanns, og sá var reyndar Íslenskur atvinnubílstjóri á smá-rútu frá SBA, ég lét því miður ekki verða af því að lofa fyrirtæki hanns að heyra af því.

Minn Econoline ferðabíll er ekki á 44" svo ekki er ég sekur í máli Hrellisinns, ég leg metnað minn í tillitsemi við náttúruna og annað ferðafólk, enda meðlimur í 4X4 ferðafélaginu.  Ferðin verður svo mikið skemtilegri þannig, og þessar ferðir mínar eru jú skemmtiferðir .  Ég legg  til að Sigurður Hrellir taki sér  5 min í að kynna sér starfsemi 4x4, td á www.f4x4.is  þessi félagasamtök hafa gert mikið til að bæta umgengni við landið og unnið að góðum málum í sambandi við umferðaröryggi.

Verndaráætlun Vantnajökulsþjóðgarðs er svo annar kapítuli útaf fyrir sig, þar tel ég alltof langt gengið í lokunum á eldgömlum slóðum, sumar hef ég ekið, td norðan Dyngjufjalla, sem er einhver fallegasta leið á Íslandi, annað á ég eftir að fara þ.á.m. Vonarskarð, ég hugsa til þess með hryllingi ef mér verður meinað að fara þangað akandi, því ekki geng ég, gömul íþróttameiðsl koma í veg fyrir það :-(

Kveðja.

S. (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 09:36

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég þakka fyrir góðar athugasemdir og mun reyna að halda aftur af eigin fordómum í garð ökumanna á stórum jeppum. Við getum allavega sameinast í væntumþykju okkar á landinu, hvort heldur farartækin er á 4 hjólum eða færri.

Sigurður Hrellir, 25.6.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband