10.6.2010 | 13:29
Villuráfandi styrkþegar
Almenningur hlýtur að furða sig á því hvaða skringilegu áhrif það hefur á fólk að taka sæti á Alþingi. Listinn yfir þau mál sem nauðsynlegt er að koma áleiðis er ógnarlangur en samt virðist mest af púðri þingsins fara í endalaust þref um styrkjamál og keisarans skegg.
10,5% þjóðarinnar treystir Alþingi og sú tala hlýtur að hafa fallið niður í eins stafa tölu síðan könnunin var gerð.
Styrkjakóngar flestra flokka flækjast nú fyrir enda eru hendurnar sem brauðfæddu þá orðnar kaldar og stirðar. Hlutverk þessara málaliða er því óljóst og nærvera þeirra til óþurftar.
Þjóðin þarf nýja stjórnarskrá, nýja trú á lýðræðið og trú á að framtíð lands og þjóðar sé björt.
Enn rifist um styrkjamálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.