ÍSK+ÍSK=ÍSK

Hæstiréttur hefur síðasta orðið í lagalegum álitaefnum. Sem betur fer virðist ríkisstjórnin ekki ætla að gera neitt til að skerða rétt brotaþola eins og einn fyrrverandi þingmaður gerði að tillögu sinni. Lán veitt í íslenskum krónum og borguð til baka í íslenskum krónum má ekki verðtryggja við erlenda gjaldmiðla!

Eyvindur G. Gunnarsson er lektor við lagadeild HÍ og hefur manna mest rannsakað umrædd lög, lögskýringargögn, forsendur og dómafordæmi sl. 50 ár. Á vef RÚV stendur m.a.: 

"Eyvindur telur dómana hafa víðtækt fordæmisgildi fyrir öll gengistryggð lán. Þannig nái áhrif dómsins langt út fyrir þessa tvo bílalánasamninga sem dæmt var um og taki þá einnig til húsnæðislána og annarra lána sem eins er ástatt um. Aðalatriðið sé að hafi lántaki fengið íslenskar krónur að láni og greiði til baka miðað við gengi annarra miðla, þá sé það ólögmæt gengistrygging."

"Eyvindur segir dómana staðfesta það réttarástand sem gilt hefur á Íslandi síðustu 50 ár, að gengistryggð lán séu ólögmæt. Hann telur jafnframt að dómarnir muni koma lántökum gengistryggðra lána afar vel. Þannig muni þeir hafa þau áhrif að höfuðstóll lána sem veitt voru miðað við gengistryggingu lækkar verulega. Lánin séu eins og staðan er í dag óverðtryggð og ógengistryggð, þannig að höfuðstóllinn lækkar gríðarlega mikið, og þá væntanlega afborganir."

Loksins örlar fyrir réttlæti í þágu neytenda. Næst á dagskrá er baráttan við verðtrygginguna þannig að aðrir lántakendur sitji ekki eftir í súpunni.


mbl.is Meiriháttar áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

ÍSL+ÍSL+ÍSLRÁÐHERRAR=BARABULL

Axel Pétur Axelsson, 18.6.2010 kl. 13:35

2 identicon

Ég held líka að fjármálafyrirtækin hafi aldreið lánað í þessum tilfellum annað en krónur, umreiknaðar yfir í erlendan gjaldeyri. 

Það er líka magnað að Kristinn skrifar eins og verðtrygging sé eitthvað sem sé sanngjarnt.  Það er ágætt að svona menn hverfi af þingi.  Næsta skref er að losna við bölvaða verðtrygginguna.

Hallgrímur (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Það er mikilvægast allra mála nú um stundir að annað hvort fella niður verðtryggingu lána og banna hana með öllu, eða þá áskilja að slíkar vísitölur virki aðeins að hluta til hækkunar höfuðstóls og afborgana. Með þeim hætti væri áhættunni skipt á milli lántaka og lánveitanda. Lánveitandi á að axla ábyrgð af því að veita lán til aðila sem ljóst má vera að getur illa risið undir afborgunum af láninu.

Magnús Óskar Ingvarsson, 18.6.2010 kl. 14:25

4 identicon

Þú spyrð:  Hvar í öllum heiminum voru stjórnendur FME, Seðlabankans og Neytendastofu þegar bankarnir fóru að bjóða gengistryggðu lánin? 

Ég hef áður sagt það og segi enn:  Neytendamál hér eru í rúst og hefur það ýmsar birtingamyndir.  Þetta er ein þeirra.  Önnur er að það vantar virk Samtök neytenda hér. 

Neytendamál eru efnahagsmál.

Síðan að sjálfsögðu þurfa landsmenn allir að fara í ítarlega naflaskoðun. Menn kaupa ekki efnislega hluti á 100% lánum.  Mörlandinn þarf að komast á það stig að fatta það.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 17:46

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verðtrygging er eitthvað sem á að tilheyra fortíðinni þegar allt fór til andskotans hjá okkur!

Sigurður Haraldsson, 20.6.2010 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband