Ekki háttur sannra víkinga

Að líkja þessum mönnum við víkinga var ágætlega til fundið. Þeir rændu og rupluðu hvar sem þeir komust með klærnar. Að vísu virðist nafni minn ekki vera mikil hetja þegar á reynir. Að hlaupa í felur var ekki háttur sannra víkinga.

Ég ætla rétt að vona að þessir svindlarar sem helstu fulltrúar þjóðarinnar upphófu í guða tölu verði ærulausir gerðir fyrir að fara svona með  eigin þjóð. Forsetinn, ráðherrarnir, stjórnmálaflokkarnir og fjölmiðlarnir ættu skilyrðislaust að viðurkenna dómgreindarleysi sitt og skulda kjósendum afsökunarbeiðni á hnjánum. Stjórnarmenn lífeyrissjóðanna og Viðskiptaráð ættu skammast sín og taka pokann sinn. Illa fóru þau öll að ráði sínu. Almenningur verður svo líka að líta í eigin barm.


mbl.is Interpol lýsir eftir Sigurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já við sváfum svo sannarlega á verðinum. En það má telja okkur almenningi til tekna að við gáfum okkur ekki út fyrir að vera sérfræðingar á þessum sviðum eða uppskárum laun sem slíkir. Við almenningur gerðum okkur sek um það að treysta öðrum til að hafa umsjón og eftirlit með fyrirtækinu okkar. Réðum til þess fólk sem gaf sig út fyrir að hafa þekkingu og getu til að sjá um þetta. Aldrei aftur skulum við treysta í blindni. Aldrei aftur skyldi nokkur maður fá laun sín greidd af okkur nema hafa sannanlega til þeirra unnið!

assa (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, fólk treysti ráðamönnum í blindni. Einnig stjórnendum bankanna. Flestir sváfu á verðinum. En auðvitað var sífellt verið að mata fólk á röngum upplýsingum og er líklegast enn. Fjölmiðlar löptu gagnrýnislaust upp allt það sem svokallaðar "greiningardeildir" bankanna sendu þeim. Einnig yfirlýsingar ráðamanna. Gagnrýnar raddir voru þaggaðar í hel.

Sigurður Hrellir, 12.5.2010 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband