19.4.2010 | 13:45
Fjáröflunarátak?
Hrafn er auðvitað að ögra yfirvöldum og bíða færis að höfða mál til að krefjast skaðabóta dæmda af vinum sínum í réttarkerfinu og FL-okknum. Hann hefur ófá málin höfðað og stundum fengið fúlgur fjár í bætur:
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=724516
Einnig fékk hann nýlega gjafsókn á afar einkennilegum forsendum eftir að hafa sjálfur ekið niður mann á Spáni. Hrafn fór í mál við íslenska ríkið út af þessu bílslysi og slagsmálum í afleiðingum þess, en tapaði þó málinu:
http://www.dv.is/frettir/2009/6/15/hrafn-faer-ekki-baetur/
En mergurinn málsins hlýtur að vera sá hvort að mönnum sé leyft að stunda sérviskulegar byggingaframkvæmdir á lóðum sínum (og utan þeirra) innan borgarmarkanna þar sem ákveðnar reglur eru í gildi fyrir þá sem ekki bera fé á stjórnmálamenn og flokka þeirra.
Reyndar er skemmtilegt að rifja það upp að Hrafn Gunnlaugsson gerði fyrir 10 árum nokkuð umdeilda mynd sem hann nefndi "Reykjavík í öðru ljósi". Þar útskýrði hann þá framtíðarsýn að byggja háhýsi í Reykjavík. Háhýsin risu reyndar hvert á fætur öðru, flest við Skúlagötuna. Það skýtur hins vegar skökku við að Hrafn sjálfur sem dáist að Dubai kjósi sjálfur hina "litlu kassa" sem hann sjálfur deildi á. Svo er líka nokkuð fyndið að heyra hann rökstyðja Sundabraut úr Örfirðisey þvert yfir Engey og Viðey fremur en að láta göngin byrja í Laugarnesinu "í túninu heima".
Hrafn fær líklega frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Athugasemdir
Manninum verður að taka með kostum og göllum. Svona einstaklingar þurfa svigrúm.
Árni Þór Björnsson, 19.4.2010 kl. 14:21
Spurning hvort það svigrúm sé ekki helst að finna utan borgarmarkanna?
Sigurður Hrellir, 19.4.2010 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.