Kerfið er komið á endastöð

EndastöðNú er tími til kominn að fólk sýni samstöðu og hætti að vera meðvirkt með kerfinu sem komið er á endastöð. Við verðum að fá hreint borð til að gera nýjan samfélagssáttmála og fara að hugsa á jákvæðum nótum. Það þýðir m.ö.o. að semja þarf nýja stjórnarskrá án aðkomu stjórnmálaflokka og hvers kyns sérhagsmunasamtaka.

Gefið ykkur 3 mínútur til að lesa þessa snörpu grein og jafnvel nokkrar mínútur til viðbótar til að lesa þetta.


mbl.is Alþingi götunnar stofnað á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála og hef verið á þeirri skoðun frá því fyrir hrun að þjóðin eigi sjálf að kjósa eigð stjórlagaþing sem semur drög að stjórnarskrá óháð Alþingi eða stjórnmálaflokkum og svo verði skipulögð þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá eins og lagt er til hér : http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2717

Er ekki næsta skref að stofna undirbúningsfélag til að skipuleggja stjórnlagaþing þjóðarinnar og síðan framkvæma það svipað og gert var með nýliðinn þjóðfund?  Í kjölfarið þarf svo að standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og afla fjár til hennar.  Einnig þarf að safna sama sem mestum mikilvægum upplýsingum um þetta efni fyrir þingmenn stjórnlagaþingsins svo umræður verið frjóar og við fáum góða og einfalda stjórnarskrá.

Ég bíð mig hér með fram til starfa í þetta undirbúningsfélag.

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 15:58

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Geir,

Ég get með ánægju bent á opinn fund sem haldinn verður fimmtudagskvöldið 11. mars í Húsinu, Höfðatúni 12. Þar verður framkvæmd stjórnlagaþings til umræðu, bæði af lærðum og leikum.

Það er ekki bara Alþingi sem hefur algjörlega brugðist í undirbúningi stjórnlagaþings, heldur háskólasamfélagið líka. Ég hef heyrt marga málsmetandi háskólamenn tjá sig og skrifa um þörfina á stjórnlagaþingi en lítið hefur farið fyrir umræðu um það hvernig best og réttast er að stofna til slíks þings. Tökum slíkri umræðu fagnandi, hún hefst á fundinum þann 11. nk.

Sigurður Hrellir, 3.3.2010 kl. 16:22

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég gleymdi að taka það fram að fólk sem býr fjarri Reykjavík getur væntanlega fylgst með fundinum (kl. 20) á Skype. Ég mun upplýsa nánar um gesti og fleira þegar nær dregur.

Sigurður Hrellir, 3.3.2010 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband