Brotabrot í landkynningu?

Það er ekki síst fyrir tilstuðlan íslenskrar menningar að áhugi erlendra ferðamanna hefur vaknað á landi og þjóð. Íslensk tónlist og íslenskar kvikmyndir koma fyrir augu og eyru fólks í fjölmörgum löndum og vekja forvitni og áhuga.

 



Nú liggur fyrir að "Skjaldborgarríkisstjórnin" hikar ekki við að skera niður stóran hluta af framlögum ríkisins til kvikmyndagerðar, þrefalt meir en til annarra greina. Auk þess hefur Páll Magnússon (bráðum fyrrverandi) útvarpsstjóri lýst því yfir að RÚV muni stórlega draga úr innkaupum frá innlendum framleiðendum og þannig gefið íslenskri kvikmyndagerð fingurinn.

 



Þeir sem halda því fram að ríkið eigi ekki að styrkja innlenda kvikmyndagerð virðast ekki sjá samhengi hlutanna því að ótalmargt hangir á spýtunni. Landkynning er einungis einn þáttur af því.


mbl.is Ferðamenn skila 155 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Írlandi var gerð könnun meðal ferðamanna og í ljós kom að rétt tæplega 19% tilgreindu kvikmyndað efni sem stærstu ástæðuna fyrir ferðalagi sínu til Írlands.

Svipaðar óformlegri kannanir hafa verið gerðar meðal ferðamanna til Íslands. Mjög stór hluti tilgreinir menningu, tónlist og kvikmyndir sem helstu ástæðuna fyrir heimsókn hingað.

Ef við tökum þessar tölur í fréttinni hér á Mbl (http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/18/ferdamenn_skila_155_milljordum/) og miðum við rannsóknina á Írlandi má leiða líkum að því að kvikmyndað efni skili rúmum 30 milljörðum í tekjur á Íslandi í gegnum ferðamennsku.

Hversvegna í ósköpunum þurfum við að réttlæta fjárfestingu Ríkisins í kvikmyndagerð, sem í augnablikinu nær ekki einu sinni 500 milljónum?

Ragnar Bragason (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband