30.1.2010 | 01:59
Stuðningsyfirlýsing
Ég styð Hjálmar Sveinsson í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann er aðkomumaður í flokknum og setur því án nokkurs vafa hagsmuni íbúanna ofar hagsmunum flokksins. Hjálmar hefur í Krossgötum á liðnum árum sýnt það og sannað að hann er frábær samfélagsrýnir og hefur aflað sér mjög víðtækrar þekkingar á mörgum þeim málum sem borgarfulltrúar þurfa að kunna góð skil á. Auk þess er Hjálmar mér vitanlega algjörlega hreinn og beinn og laus við óæskileg hagsmunatengsl (nema auðvitað Peugeot og Grágás group).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spiladós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- ak72
- malacai
- volcanogirl
- arikuld
- alla
- formosus
- baldvinj
- bergursig
- biggijoakims
- birgitta
- rafdrottinn
- dofri
- dorje
- elvira
- folkerfifl
- geimveran
- gragnar
- hallurmagg
- hallibjarna
- heidistrand
- skessa
- hildurhelgas
- kht
- gorgeir
- hlini
- hlynurh
- imbalu
- kulan
- kreppan
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- photo
- leifur
- konukind
- landvernd
- larahanna
- vistarband
- mortenl
- manisvans
- leitandinn
- ragnar73
- ragjo
- runirokk
- salvor
- samstada
- shv
- steinibriem
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- savar
- nordurljos1
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vga
- tibet
- vest1
- kreppukallinn
- oktober
- gustichef
- aevark
- omarragnarsson
- oskvil
- thorsaari
- tbs
- andres08
- astajonsdottir
- baldvinb
- gattin
- ding
- lillo
- bofs
- ingaragna
- fun
- jonarnarson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- kristbjorghreins
- liljaskaft
- ludvikludviksson
- duddi9
- sigurduringi
- siggith
- stjornlagathing
- kreppuvaktin
- valgeirskagfjord
- vignir-ari
- villibj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Hjálmar Sveinsson er fínn útvarpsmaður og hefur sl. ár verið með ágæta og upplýsandi þætti um skipulagsmál í Reykjavík. En að hann sé "aðkomumaður í flokknum" er nú kannski einum of mikið sagt... Og þar að auki kannski ekki það hrós sem því virðist vera meint að vera hér að ofan.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.1.2010 kl. 05:00
Sæl Hildur,
Hann sagðist aldrei hafa verið flokksbundinn fyrr en nú. Ég tel það stórt vandamál að fólk þurfi að vera hluti af einhverjum landsmálaflokkanna til þess að geta boðið sig fram til borgarstjórnar í Reykjavík eða sveitarstjórna yfirleitt.
Sigurður Hrellir, 30.1.2010 kl. 09:13
Þú hlýtur að vera að grínast Sigurður!? Þótt hann sem opinber starfsmaður, hjá "hlutlausum" miðli hafi ekki tíundað flokkshollustu sína, þá er alveg klingjandi klárt hvar hans hjarta liggur og hefur alltaf verið. Þú sem ert ötull baráttumaður gegn spillingu tekur hér og hampar manni, sem hefur gengið hvað lengst í að misnota aðstöðu sína sem dagskrárgerðarmaður á RÚV í pólitískum tilgangi. Evróputrúboðið í speglinum er yfirgengilegt, svo ekki sé minnst á útalaðar vanþóknunarræður um forseta vorn og pro Icesave-pistla út í eitt.
Þú ert ekki með öllum mjalla drengur að gefa svona yfirlýsingar. Kominn í bælið með kafbátunum sjálfum. Byltingarmaðurinn Sigurður Hrellir!
Sagði einhver Ragnar Reykás hérna?!
Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2010 kl. 05:10
Jón Steinar, það er mun betra að koma hreint og beint fram með skoðanir sem geti tengst pólitík en að gera það án þess að því komi skýrt fram. Hef heyrt marga segja að RÚV útvarp sé með gott jafnvægi, og inn á milli næstum því eins gagnrýnið og alvöru fjölmiðlar eiga að vera. Sjónvarpsfréttir hins vegar hafa bláan tónn bæði leynt og ljóst og helst leynt.
Það eru fullt af "ópolitiskum" umfjöllunarefnum sem eru í raun hápolitísk, með því að ýta undir innantóman (?), sóandi lífsstíl ekki síst vegna þess að annað og mikilvægari efni komist ekki að.
Panem et circenses.Morten Lange, 3.2.2010 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.