Skilaboð til VG

Vinstrihreyfingin - grænt framboð var stofnuð 6. febrúar 1999 og er rétt rúmlega 10 ára. Ég batt á sínum tíma miklar vonir við þessa hreyfingu, sérstaklega sem talsmaður náttúruverndar og umhverfismála. Það leið þó ekki langur tími þangað til á mig runnu tvær grímur og ég fór að efast um að græni liturinn væri þvottaekta eða mikið annað en fegrunaraðgerð á gamla Alþýðubandalaginu.

Græn og umhverfisvænNú þegar að VG sem ég héðan í frá kýs að kalla V hafa setið í ríkisstjórn í tæpt ár hljóta margir kjósendur þeirra að vera farnir að kreppa tærnar og efast um að flokkurinn sé allur þar sem hann er séður. Sem dæmi vill ég nefna að 2 þingmenn alvöru Græningja á Evrópuþinginu, þau Eva Joly og Alain Lipietz hafa bæði tekið málstað Íslendinga í Icesave málinu og komið með rök fyrir því að ESB þurfi að taka þátt í lausn deilunnar, ekki síst vegna þess að um ófullkomið regluverk var að ræða að þeirra hálfu.

Hins vegar hafa Grímur og hans flokkur ákveðið að berja hausnum við steininn og gefa lítið fyrir álit þessara dyggu Grænu stuðningsmanna á Evrópuþinginu. Einnig hefur hann og flokkur hans afrekað að svíkja eitt helsta kosningaloforðið sem var að standa á móti inngöngu Íslands í ESB. Undir ríkisstjórn S og V tútnar áliðnaðurinn út og gefið er út veiðileyfi á auðlindir landsins í þágu stóriðju. Ekkert bólar heldur á margboðuðum lýðræðisumbótum, stjórnlagaþingi, persónukjöri (sem V standa nú í vegi fyrir), gegnsæi eða að faglega sé tekið á málum.

Síðast en ekki síst virðist endanlega verið að ganga frá RÚV þannig að sú gamla góða ríkisstofnun sé algjörlega ófær um að sinna skyldum sínum. Stöðugt fleiri starfsmönnum er sagt upp og eftir standa stjórnendurnir strípaðir, sumir skipaðir á pólitískum forsendum árið 2010. Já, það er satt! Er virkilega eitthvað vit í að senda fjölmiðlafólk á atvinnuleysisbætur frekar en að halda þeim í starfi???

En mín skilaboð til VG eru þessi: Hættið að reyna að hanga saman á ónýtri límingu og kljúfið ykkur í V og G. Það er eflaust bæði eftirspurn eftir afturhaldssömum sósíalistaflokki og róttækum Græningjaflokki eins og ástandið er núna.


mbl.is RÚV harmar ályktun VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og talað frá mínu hjarta.  Ég held að það sé stutt í þennan klofning sem þú talar um, bara á þann veg að ég held að Steingrímur Joð og hans viðhengi hætti og gangi í LANDRÁÐAFYLKINGUNA.  Jóhann er enginn leiðtogi menn eru að sjá það síðustu mánuði og ég er á því að hún hætti það er enginn leiðtogi í sjónmáli hjá Landráðafylkingunni og því held ég að Steingrímur Joð verði kynntur sem næsta leiðtogaefni þar á bæ.  Við megum ekki gleyma því að VG urðu til vegna þess að Steingrímur Joð TAPAÐI formannskosningu í gamla Alþýðubandalaginu fyrir Margréti Frímannsdóttur og því væri hægt að segja að HANN VÆRI BARA AÐ KOMA HEIM.

Jóhann Elíasson, 22.1.2010 kl. 10:50

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvaða vinstrisinnuðu hluti er það sem þú telur að foustan í VG standi fyrir úr því hún er meira V en G? Ekki hef ég tekið eftir þeim. Reyndar er leitun að fólki í forustunni sem ekki gæti allt eins verið í Samfylkingunni.

Héðinn Björnsson, 22.1.2010 kl. 10:50

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sælir,

Líkt og S er undir hælnum á ASÍ er V undir hælnum á hagsmunaöflum í landbúnaði. Þar á bæ má engu breyta.

Varðandi vinstrisinnaðar áherslur í forystunni nefni ég afstöðuna til ESB, trú á að sívaxandi skattheimta muni skila auknum tekjum í ríkissjóð og skort á vilja til þess að auka  beint lýðræði. Það er djúpt grafið í sönnum vinstri mönnum að engum öðrum sé betur treystandi en þeim sjálfum. Steingrímur í stjórn hljómar eins og Steingrímur í stjórnarandstöðu spilaður afturábak.

Sigurður Hrellir, 22.1.2010 kl. 11:28

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég spái því t.d. að lítil endurnýjun verði á borgarstjórnarfulltrúum V í Reykjavík. Í efstu sætunum verða Þorleifur og Sóley sem annað hvort eða bæði komast í borgarstjórn. Þorleifur starfar aðallega að félagsmálum og Sóley að kvenréttindamálum. Hvorugt þeirra hefur skorað mörg stig í umhverfismálum, meira að segja Gísli Marteinn hefur sýnt meiri tilburði í þá átt.

Sigurður Hrellir, 22.1.2010 kl. 11:38

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Einu sinni var grænt gras neðst á heimasíðu V en nú hefur það verið slegið niður við rót.

Sigurður Hrellir, 22.1.2010 kl. 12:08

6 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Sennilega er VG þegar klofinn flokkur og hefur verið í mörg ár.

Mér hefur lengi dreymt um að hér yrði til nútímalegur og Grænn jafnaðarmannaflokkur.  Sennilega er rétti tíminn til þess ákkúrat núna.  Flokkur sem í ákvörðunum sínum horfir til hagsmuna fólksins til langrar framtíðar í stað skyndilausna og einkahagsmuna.  Flokki sem þorir að vera á móti stóriðjustefnunni eins og hún hefur verið rekin undanfarna áratugi.  Flokki sem þorir að berjast gegn einkahagsmunakerfinu og vafasömum skammtímalausnum.  Flokki sem þorir að finna betri lausnir en þær sem felast í óheftum markaðslausnum.  Þorir að horfast í augun á mistökum síðustu áratuga og læra af reynslunni.

Það ætti hreinlega að hóa saman fólki sem hefði áhuga á þessum málum og sjá hvort ekki er hægt að gera eitthvað sniðugt. 

Jón Kristófer Arnarson, 22.1.2010 kl. 13:36

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Jón,

Það væri gaman að heyra frá fleirum sem eru sama sinnis og þú.

Sigurður Hrellir, 22.1.2010 kl. 13:47

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

HEYR HEYR Sigurður!!

Baldvin Jónsson, 22.1.2010 kl. 14:09

9 identicon

Frábær færsla Siggi

Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem kennir sig við "grænt" skuli núna berjast með kjafti og klóm FYRIR stóriðjuframkvæmdum. Þvílík vonbrigði

Heiða B Heiðars (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 00:38

10 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Frábær greining hjá þér Sigurður. Heyrðir þú fyrstu frétt Rúv en þar sagði Steingrímu að ef við færum ekki í stóriðjuframkvæmdir þá færi allt á hliðina. Ég hélt í fyrstu að mér hefði misheyrst en svo var ekki. Það eina sem mér dettur í hug er að Steingrímur hafi verið heilaþveginn af AGS. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að markmið AGS er að gera okkur að framleiðsluríki fyrir alþjóðlega auðhringi. Við eigum að veiða fisk og framleiða ál með eins litlum tilkostnaði og hugsast getur.

Helga Þórðardóttir, 23.1.2010 kl. 00:58

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurður,

færsla þín er mjög góð. Um leið er hún mjög sorgleg. Steingrímur hefur tælt fólk inn þetta stjórnarsamstarf og stórskaðað vinstri hugsjónir. Eins og Héðinn bendir á þá er skortur á raunverulegum vinstri mönnum í forystu VG. Ástæðurnar eru margar og meðal annars skortur á gagnrýnni, sjálfstæðri hugsun. Mikil ábyrgð er á herðum Steingríms. 

Það sem er að gerast núna er munur á pólitísku þreki innan VG. Í stjórnarandstöðunni var lífið einfalt en við að öðlast völd hefur sennilega ýmislegt komið fram í fari einstaklinga sem er miður æskilegt. Í því felst rót klofningsins að hluta.

Ef menn vilja stofna nýjan flokk gegn fjórflokknum verðum við að gera okkur grein fyrir að öll grasrótin verður að standa saman sem einn maður. Við verðum að horfa á það sem sameinar okkur, ekki alltaf að velta sér upp úr því sem sundrar okkur.  Þannig erum við ósigrandi.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.1.2010 kl. 00:59

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mannamál, óflækt, mér að skapi.

Steingrímur Helgason, 23.1.2010 kl. 01:25

13 identicon

Heyr heyr....  ég hef beina reynslu af tvískinnungi VG í Mosfellsbæ þar sem þeirra fulltrúi Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar hefur barist hatrammlega gegn Varmársamtökunum og þeirra umhverfisverndarsjónarmiðum, jafnvel þó að eitt aðal stefnumál hans til kjörs hafi verið baráttumál Varmársamtakanna...

Það væri óskandi að fram kæmi grænt framboð náttúruverndar og lýðræðissinna og losna við gömlu eiginhagsmunapumpurnar :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 01:38

14 identicon

Sannarlega góðar færslur hér að ofan. Er ekki næsta skref að setja upp vinnuhóp og nefnd (etv. framboð síðar) með náttúruvernd og lýðræðisumbætur í huga. Slík nefnd getur unnið sem grasrót með umræðu inni á frjálsu fjölmiðlunum og á netmiðlum. Stóru fjölmiðlarnir eru dauðir í flestra huga. RÚV gaf upp öndina í gær þegar þeir skúffuðu út nokkrum einstaklingur (held mest þó XD flokksmönnum)

Ég set hér inn rannsókn á sögu menningarheima um aldir. Á henni má læra margt. Hugmyndir ykkar geta eflaust farið á flug við lestur hennar. Þannig má koma af stað hugarflugi og fá ykkur til að fallast á og leggjast á eitt, það að vinna sem heild því þannig hópur vinnur best saman. Nú er framundan  kosning um ICESAVE og kosning jafnfram um aukna stóriðju Í Hafnarfirði, sem búið er að skjóta inn í sömu kosningu. Því er enn meiri ástæða til að hefjast strax handa. Tel að þessu tvö mál séu úthugsuð af ríkisstjórninni til að hræða landsmenn við val sitt í kosningunni og til fá þjóðina til að styðja við frekari stóriðju.  Setjið ykkur í sambandi við Þórð Björn Sigurðsson framkvæmdastjóra Hreyfingarinnar hreyfingin@hreyfingin og þá fer starfið af stað ef næg þátttaka verður. Ég er til ef aðrir eru til. Hér er rannsóknin ykkur til fróðleiks, um hvað menning og þá líka þjóðmenning getur verið fljótandi afl. Sagan kennir. Skapandi einstaklingar eins og þið skiptið verulega miklu máli til að okkar þjóðmenning verði heil að nýju:

Menningarþjóðfélag hrynur ef sköpunarkraftur einstaklinga er ekki virkjaður nóg. Það segir sagan okkur að minnsta kosti. Því til rökstuðning set ég hér inn merkilega rannsókn á þróun menningarheima. Höfundur er:

•       Arnold Joseph Toynbee
fæddur 14. apríl 1889  –  látinn 22. október 1975  var fæddur í Bretlandi. Hann ritaði út frá sinni þekkingu og sínu umhverfi fjölmargar bækur um sögu og menningu heimsins.

•       Hann varð sem dæmi  framkvæmdastjóri Royal Institute of International Affairs ((1924-1956). Hann starfaði mikið við sagnfræðirannsóknir.

 Þróun menningar:

Toynbee skoðar sköpun og upphaf siðmenningarinnar. Þar rýnir hann í náttúruna og tilurð menningarheima. Einnig áhrif umhverfisins og kynþátta á menningu. Þannig býr hann jarðveginn undir það sem á eftir kemur með módelum þjóðmenninga eins og Hellena og Kínverja í nútíma og þátíð.

Nær yfir sviðið og skoðar fæðingu menningar út frá kynþáttunum og umhverfinu. Skoðar einnig lífskraftinn og viðbrögðin í hverjum menningarheimi. Hann býr þannig til dæmi sem hann færir fram í dagsljósið og vinnur áfram með.

þróun siðmenningar festir rætur í ákveðnum menningarheimum. Segir menningu ekki alltaf festa rætur. Þróunin verður sterkari í gegnum t.d. völd og konunga eins og hjá Egyptum. Einnig minni hópa sem eru skapandi og í andlegri tengingu við umhverfi sitt.

Toynbee skoðar af hverju sumir menningarheimar þróast áfram og aðrir missa undirstöðurnar og hverfa. Þannig getur stjórn horfið yfir til einstaklinga sem eru latir og sjálfsumglaðir. Einstaklingarnir nýta ekki sköpunarkraftinn sinn og andlega visku  og leiða þannig samfélagið og menningu þess í þrot, (takið sérstaklega eftir þessu þætti).

Sum menningarsamfélög sameinast og ná meiri fótfestu. Ríki verður til og ákveðnar reglur gilda milli menningarsvæða. Þannig verður menning til á stærra svæði. Trú á árangur er krafturinn sem drífur þessi menningarsvæði saman. Siðmenning þróast áfram. Stefna þeirra er að ná meiri völdum og helst yfir öllum heiminum. Dæmi: veldi Rómarríkis sem náði dreifingu víða t.d. allt til Englands.

Hver menningarheimur þróast og þjóðmenning og ríki verða til á ákveðnu svæði. Trú festist í sessi og menningin þróast áfram út frá mörgum þáttum, m.a. náttúrunni . Þannig þróast menningarheimar saman í náttúrunni. Lýðurinn sættist á þjóðríkið og siðmenninguna á ákveðnu svæði. Þannig verða jafnvel til stærra menningarsvæði.

Trúarbrögð þjóðríkja næra menninguna. Siðmenningin slípast til og einstaklingarnir átta sig á siðareglum. Sköpunarkrafturinn blómstrar og birtist t.d. í kirkjum þjóðarinnar. Einstaklingurinn sér sig í umheiminum og sem þátttakanda í sögunni sem knýr hann síðan til sköpunar t.d. listaverka. Þannig hafa altaristöflur öðlast gildi og verið unnar af skapandi einstaklingum. Þannig hefur trúin mótað menningarheima. Trú getur verið mismunandi og þannig verða listaverk mismunandi.

Siðmenning er mótuð og jafnvel syrgð af hópum (við). Þannig verða til aðrir hópar sem berjast. Jafnvel þannig að þeir verða virtir fyrir gerðir sínar, hetjur. Enginn nýr kafli opnast þó í þróun nýrrar siðmenningar, heldur fellur hópurinn saman aftur (við ef vill) og nær jafnvel að snúa hnignun menningarheims yfir í hærri hæðir siðmenningar.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 02:47

15 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Nú er bara að hvetja alla til að mæta á austurvöll í dag kl 15.

www.nyttisland.is

Lúðvík Lúðvíksson, 23.1.2010 kl. 10:41

16 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk fyrir ágætar athugasemdir. Hér er enn ein vísbendingin um ástandið innan VG.

Sigurður Hrellir, 23.1.2010 kl. 14:18

17 identicon

Ögmundur Jónasson er maðurinn sem kemur upp í hugann.

Doddi D (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband