Bréf til fréttastofu RÚV

Til fréttastofu RÚV og útvarpsstjóra.

Ég ætla að koma hér á framfæri athugasemd og kvörtun vegna fréttar ykkar í hádeginu í dag. Þar var rætt við Björn Val Gíslason varaformann fjárlaganefndar um fullyrðingar Alain Lipietz í Silfri Egils í gær og þær fullyrðingar Björns að álit Lipietz væri á miklum misskilningi byggt.

Björn reyndi í viðtalinu að gera lítið úr þekkingu Lipietz á tilskipuninni og sagði m.a. að Lipietz hefði ekki átt sæti á Evrópuþinginu þegar að umrædd tilskipun var gerð.  Björn kvað Lipietz "telja sig hafa komið að gerð þessarar tilskipunar sem mér finnst undarlegt þar sem að maðurinn átti ekki sæti á Evrópuþinginu þegar það var gert..."

Það fyrsta sem Alain Lipietz sagði í viðtalinu í gær var hann hefði ekki komið að gerð 94 tilskipunarinnar heldur annarrar tilskipunar um eftirlit með fjármálastofnunum. Þannig er Björn Valur greinilega að fara með staðlausa stafi, mögulega til að gera Lipietz ótrúverðugan áður en hann ræðir skoðanir sínar á áliti franska Evrópuþingmannsins. Í framhaldi af því lætur Björn í ljósi kenningar sínar um að Lipietz misskilji að töluverðu leyti staðreyndir málsins sem er nokkuð einkennilegt þar sem að Eva Joly kynnti Lipietz til leiks sem sérfræðing á þessu tiltekna sviði (e. "He is an expert on this directive and he will make, I am sure, a brilliant analysis.").

Það sem að ég hef við ykkar fréttaflutning að athuga er það að þið leyfið Birni athugasemdalaust að bera á borð rangfærslur eins og ég rökstyð hér að ofan. Einnig leyfið þið honum að koma með tilgátur um misskilning án þess að hafa fyrir því að hringja í Lipietz og spyrja hann beint út um það hvort að hann hafi örugglega réttan skilning á eðli málsins. Er ekki eðlilegt að menn hafi andmælarétt í máli eins og þessu? Einnig finnst mér ámælisvert að skrifa inngang að þessari frétt eins og um staðreynd sé að ræða en ekki einhverjar vangaveltur stjórnarþingmanns í mjög aðkrepptri pólitískri stöðu.
 
Með kærri kveðju,
 

mbl.is Segir margt athugavert við málflutning Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

frábært framtak hjá þér Siggi og mikið er gott fyrir þjóðina að hafa aðgang að þekkingu og visku Elviru.

Birgitta Jónsdóttir, 11.1.2010 kl. 14:31

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ertu viss að um rangfærslu sé að ræða ? Vona sjálfur að svo sé. En það er ekki víst.

Finnur Bárðarson, 11.1.2010 kl. 14:43

3 identicon

Sæll vertu

Mikið er ég þér sammála um Björn val Gíslason sem telur sig enn vera upp í brú á skipi sínu með nýliða um borð og reyndar furðulegt að hann skuli valinn af VG sem varaformaður Fjárlaganefndar.   Ég hlustaði á bæði viðtölin og hrökk satt best að segja illa við að RUV léti svona yfirlýsingar í loftið án andsvara.

Það sama á við Steingrím J hann fullyrðir að ekkert nýtt sé í spilunum alveg sama hver segi það og er þetta ekki þráhyggja í honum um að klára málið þótt þjóðin yrði keyrð á kaf í leiðinni að óþörfu.   Kanski er þetta Stalinnismi sem koma skal en fáir verða þá eftir á skerinu verðu sú raunin.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 14:45

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gott bréf Sigurður.   Hef verið að blogga um þetta útspil Björns Vals og reyndar Ólínu Þorvarðardóttur líka. 

Leyfi mér að vísa í það hérna

Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2010 kl. 14:50

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk Birgitta, hún verður glöð að heyra það.

Sæll Finnur, rangfærslan felst í orðum Björns um að Libietz telji sig hafa komið að gerð umræddrar tilskipunar frá 1994. Libietz tók það skýrt fram í viðtalinu í gær að svo væri ekki. Að öðru leyti er ég aðallega að hvetja fréttastofu RÚV til að fá úr því skorið hvort að eitthvað sé að marka það sem Björn Valur heldur fram og Ólína Þorvarðardóttir einnig á sínu bloggi. Ég bendi einnig á aðra frétt þar sem Björn Valur lætur gamminn geysa og bið fólk að velta því fyrir sér hvorum sé betur treystandi til að tala máli Íslands í Evrópu, Joschka Fischer eða Birni Val.

Sigurður Hrellir, 11.1.2010 kl. 14:59

6 identicon

gott framtak og þarft

Jón Helgi Egilsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 15:02

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég leyfi mér að birta hér svar sem ég fékk frá Svavari Halldórssyni á RÚV. Vonandi er hann birtingunni ekki mótfallinn.

Sæll Sigurður.

Björn Valur hefur auðvitað sínar skoðanir á manninum og hans málflutningi. Ég er sammála þér um að Björn Valur vildi gera lítið úr manninum sem er alltaf leiðinlegt á að hlusta.  Hins vegar var gerð ítarleg grein fyrir skoðunum og áliti Lipietz í fréttum í gær og sjálfur gerði hann það ágætlega í Silfri Egils.


Svona var inngangurinn að fréttinni. Fyrsti hlutinn er til útskýringar:

Franski hagfræðingurinn Alain Lipietz, sem tjáði sig um stöðu Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu í Silfri Egils í gær, er einn höfunda Evróputilskipunar um eftirlit með fjármálafyrirtækjum.

Þó ekki þeirrar sem lýtur að tryggingakerfi á bankainnstæðum. Á henni byggir krafa Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði Icesave-skuld Landsbankans og hún var sett áður en Lipietz tók sæti á Evrópuþinginu.

 

Síðan kemur álit Björns Vals:

Hann virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu, segir Björn Valur Gíslason, varaformaður fjármlaganefndar Alþingis.

Í framhaldinu útskýrir hann nánar hvað hann á við. Kjarninn er sá að Lipietz virðist ekki gera skýran greinarmun á svokölluðu þriðja ríki, þ.e. ríki utan EES og ríki sem er innan EES en utan ESB (t.d. Íslandi). Um hin síðarnefndu gildir sú regla að heimaríkið ber ábyrgð á starfsemi fjármálafyrirtækja í öðru EES ríki. Séu höfuðstöðvar fjármálafyrirtækis hins vegar í ríki utan EES, ber gistiríkið (þar sem útibúið er) ábyrgðina varðandi innstæðutryggingar.

Vona að þetta hjálpi.

og ég sendi svar um hæl:

Sæll Svavar og takk fyrir svarið,

Ég mæli eindregið með því að þið hringið í Lipietz og spyrjið hann hreint út um það hvort einhvers misskilnings gæti um það hvort að Ísland sé aðili að evrópska efnahagssvæðinu eins og Björn Valur veltir fyrir sér. Einnig væri í leiðinni hægt að spyrja hvort að nokkur misskilningur sé á ferðinni um dótturfélög v.s. útibú, og ef svo er, hvort það breyti áliti hans frá því í gær.

Kær kv.

Sigurður Hrellir, 11.1.2010 kl. 15:06

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Megi fleiri taka þig til fyrirmyndar Siggi.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 15:39

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott hjá þér, Siggi

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2010 kl. 16:13

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt rétt hjá Birni Val.

Alain var einfaldlega í tómu rulgi.

Það vita allir sem kynnt hafa sér umrætt mál 1% eða meira.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2010 kl. 16:52

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Sigurður, mér finnst þetta gott mál hjá þér að hnippa aðeins í þá RÚV menn og fá þá til þess að reina að fá útskýringar hjá Lipietz og fá þannig smá skýringar á því hver er að misskilja hvað.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.1.2010 kl. 17:10

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Hrellir, gott framtak,

Björn Valur klikkar ekki í skemmtanabransanum en reyndar má hann taka sér smá hlé núna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.1.2010 kl. 17:37

13 Smámynd: Billi bilaði

Þetta var nokkurn veginn eins í Fréttablaðinu í morgun, og svo nokkrum blaðsíðum aftar, í sandkorni (eða hvað það heitir), voru réttar fullyrðingar um að Lipietz hefði sjálfur borið fyrsta atriðið til baka.

Það er ekki ítarleg ritstjórnun þarna.

Billi bilaði, 11.1.2010 kl. 17:40

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka þér Sigurður fyrir að stugga við syfjuðum fréttamönnum hjá RUV. Ég fullyrði að Svavar Halldórsson hefur engan áhuga á sannleika málsins. Hann er að gæta ákveðinna hagsmuna, sem allir vita hverjir eru.

Bloggheimar eru fullir af áhugaverðum upplýsingum um Icesave-málið, en hjá RUV er engin áhugi á þeim. Þess í stað tóku þeir til birtingar athugasemdir frá Mykjudreifaranum, sem voru ljóslega lygar og rangfærslur.

Ég er orðinn sannfærður um að það væri landhreinsun að leggja RUV niður. Þessi stofnun er engu öðru líkari en útungunarstöð landráðamanna. Þegar ég hef sent þeim athugasemdir þá hef ég þóttst góður ef viðbrögðin hafa verið útúrsnúningur eða hrokafull afneitun.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.1.2010 kl. 20:36

15 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég þakka ágætar athugasemdir. Fréttastofa RÚV tók áskoruninni og hringdi í Alain Lipietz:

Hafnar því að hafa misskilið reglugerð ESB

Eins og við var að búast stendur franski hagfræðingurinn og þingmaðurinn fast við sínar fullyrðingar frá því í gær. Vonandi hræðir þetta hann ekki frá frekari samskiptum við íslenska kollega sem þykjast Grænir í orði en ekki á borði. En það sem eftir stendur nú eru innistæðulausar fullyrðingar Björns Vals Gíslasonar og Ólínu Þorvarðardóttur.

Sigurður Hrellir, 11.1.2010 kl. 22:14

16 Smámynd: Sigurður Hrellir

Loftur,

Sjálfur starfaði ég um nokkurt skeið fyrir fréttastofu Sjónvarpsins á tíma Þingvallastjórnarinnar. Mér fannst fréttastofan þá taka málstað ríkisstjórnarinnar og taldi ég það m.a. orsakast af tengslum þáverandi fréttastjóra við áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum. Líklega er ekki svo fráleitt að ætla að fréttastofa ríkisins sé rög við að gagnrýna ráðandi öfl hverju sinni.

Að mínu mati er RÚV á rangri braut og ekki að sinna hlutverki sínu nema að takmörkuðu leyti. Þar innandyra viðgangast stjórnunarhættir sem ættu að sjálfsögðu ekki að líðast hjá opinberu fyrirtæki líkt og á mörgum stöðum í stjórnsýslunni. Það heyrir til undantekninga að stöður deildarstjóra eða millistjórnenda séu auglýstar og þess vegna víða margt í ólestri. Hins vegar er ég alls ekki sammála þeim sem vilja leggja stofnunina niður og myndi berjast gegn því fram í rauðan dauðann.

Sigurður Hrellir, 11.1.2010 kl. 22:25

17 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sigurður Hrellir, 11.1.2010 kl. 22:32

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég myndi ekki missa svefn yfir því ef rás2 yrði seld

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2010 kl. 23:22

19 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það sem mér finnst ánægjulegt er að gamlir "óvinir" á bloggheimum séu orðnir sámmála mér að einhverju leyti. Við Gunnar gætum meira að segja fundið ásættanlega málamiðlun held ég

Sigurður Hrellir, 11.1.2010 kl. 23:37

20 Smámynd: Andrés.si

Þetta er nú meira ruglið. Ég pæli ekki lengur hver á rétt fyrir sér.  Það er meira áhugavert hvers vegna kom til mótspyrnu, hvers vegna einnimtt nú, hvað kúsu Ólina og Jón Björn ofl.

Ekki má gleyma að BBC sentir í lóft eftir  6-7 mánaða mínn frásokn um Shengen og NATO. Er en sanfærður að bakvíð sósu er sterkur aðili. Það má vera herin þess vegna.

Andrés.si, 12.1.2010 kl. 02:58

21 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sammála þessu með fréttaflutninginn og þetta framtak þitt felur í sér eftirbreytni sem fleiri mættu tileinka sér. Ég var til að mynda algerlega orðlaus eftir að ég hlutstaði á jólahugvekju RÚV, sem flutt var af Steinunni Sigurðardóttur (ef ég man rétt). Sú hugvekja átti nákvæmlega ekkert erindi í jólaundirbúninginn. Fyrir utan að farið var með staðlausa stafi.

Sammála Gunnari, ef skera þarf niður í rekstri ríkisins þá er eitt það fyrsta sem á að gera er að leggja niður rás 2. Seld eða ekki skiptir ekki máli, við höfum einfaldlega ekki efni á að reka tvö ríkisútvörp og sjónvarp.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.1.2010 kl. 09:54

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég bendi á, að þýðingin á Silfrinu með Alain Lipietz er ennþá röng, þar sem branch er þýtt dótturfélag. Varla er til of mikils mælst að þetta sé leiðrétt ?

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472547/2010/01/10/ 

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.1.2010 kl. 11:59

23 identicon

Frettastofa RUV hefur verið flutt inn í stjórnaráðið og þaðan er frettum matað ofaní landsmenn

magnús steinar (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 17:08

24 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Alltaf leiðinlegt að sjá Vinstri Græna snúast svona gegn hvorum öðrum....  .. hehe

Ingólfur Þór Guðmundsson, 16.1.2010 kl. 01:07

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sagan virðist sýna að árekstrar innbirðis, eru óhjákvæmilegar meðal vinstrimanna. Þeir sem eru lengra til vinstri, saka gjarnan miðjukrata og ljósbleika sósíalista um útþynnta stefnu og svik við málstaðinn.

Og svo eru það "últra-kommarnir". Meira að segja þeir, hnakkrífast. Þá koma frasar eins og:  "Endurskoðanasinni!", frá t.d. Stalínistum í garð Trotskyista. Þeim fyrrnefndu fannst þeir síðarnefndu gefa full mikinn afslátt af hinni hreinu og ómenguðu leið til kommúnismans...... alræði öreiganna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband