Nýja stjórnarskráin

Það er einfaldlega ekki rétt sem stendur á mbl.is að forsætisráðherra hafi talið "málið of skammt á veg komið til að það gæti verið samhliða forsetakosningum". Hún lýsti hins vegar þeim vilja sínum að þjóðin greiddi atkvæði um tillögu að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní.

Jóhanna veit af fenginni reynslu að málið nýtur ekki stuðnings allra stjórnmálaflokka á Alþingi og gæti því hugsanlega tafist þegar andstæðingar þess láta sverfa til stáls. Það er auðvitað ekki það sama og að "málið sé of skammt á veg komið".

Bjarni Benediktsson kom líklegast fáum á óvart þegar hann lýsti áhyggjum sínum af því að leggja tillögur Stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann talaði um "ófullburða drög að nýrri stjórnarskrá" og vísaði til einhverra fræðimanna sem hann nafngreindi þó ekki. Mér kæmi ekki á óvart að "fræðimaðurinn" Hannes Hólmsteinn hafi sitthvað við tillögurnar að athuga en fæstir fræðimenn sem mark er tekið á hafa hins vegar tjáð sig mikið um þær.

Reyndar er það nú svo að stjórnarskráin er fyrst og fremst pólitískt plagg og álit ákveðinna fræðimanna á ekki að vega þyngra en álit annarra kjósenda. Gamla stjórnarskráin var reyndar við lýðveldisstofnun "ófullburða drög að nýrri stjórnarskrá" en í tímans rás hefur hún verið afbökuð, túlkuð og teygð af ráðandi stjórnmálaflokkum og lögfræðingum sem þeir hafa velþóknun á. Nú eru það fyrst og fremst sérhagsmunaöfl sem standa í vegi fyrir því að kosið sé um nýja stjórnarskrá sem gæti orðið vegvísir fyrir þjóðina á 21. öldinni. Látum ekki hafa okkur að fíflum.


mbl.is Tillögur standi sem mest óbreyttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband