3.5.2011 | 13:00
Það birtir upp um síðir
Það verður líklega ekkert áhlaupaverk hjá starfsmönnum ESA að setja sig inn í stöðu neytendalána á Íslandi. Flækjustigið er hátt og margir opinberir aðilar hafa blandað sér með einum eða öðrum hætti í framvindu málsins. Einnig má búast við því að embættismenn í Brussel trúi vart sínum eigin augum þegar þeir sjá hvernig íslensk stjórnsýsla fer með vald sitt og hvaða lánakjör eru í boði fyrir íslenskan almenning.
Það eitt að Eftirlitsstofnun EFTA tók sér ekki nema viku til að skoða eðli kvörtunarinnar og fallast á að hefja rannsókn, hlýtur að gefa ástæðu til aukinnar bjartsýni hjá þeim mikla fjölda fólks sem virðist forsmáð af fjármálafyrirtækjum, stjórnvöldum og opinberum stofnunum hér á landi.
Svarbréf ESA má kynna sér hér.
![]() |
ESA svarar hagsmunasamtökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)