Hafa einhver ykkar fengið endurgreitt?

Í Peningamálum SÍ segir orðrétt:

"Fjármálaleg skilyrði heimila eru enn erfið þótt úrlausn á samningum um gengistryggð lán lækki eflaust greiðslubyrði margra heimila, auk þess sem fjöldi þeirra hefur fengið endurgreiðslu á ofteknum greiðslum frá lánafyrirtækjum og niðurfærslu á lánum. Áætlað er að heimili sem tóku lán sem tengd voru gengi erlendra gjaldmiðla fái um 8,5 ma.kr. endurgreidda frá lánafyrirtækjum sem að stærstum hluta komu til greiðslu í lok síðasta árs."

Ég velti því enn fyrir mér hvernig það gat viðgengist í fjölmörg ár að bankar gætu boðið almennum neytendum upp á ólögmæt gengistryggð lán. Allt frá árinu 2001 hefur það staðið skýrt í lögum um vexti og verðtrygginu að slík binding við gengi erlendra gjaldmiðla sé óheimil og mun Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri hafa barist mjög hart fyrir því að svo yrði. Þeim mun óskiljanlegra er að SÍ og opinberar eftirlitsstofnanir skyldu ekki taka í taumana til að hindra slíkar lánveitingar.

mortgage-balance.jpgAf lestri Peningamála SÍ mætti helst skilja að heimilin í landinu séu að fá endurgreiddar háar upphæðir vegna oftekinna greiðslna til fjármálafyrirtækja og að mánaðarleg greiðslubyrði umræddra lána muni lækka. Það passar hins vegar ekki við þau dæmi sem ég hef heyrt um þar sem svokallaður endurútreikningur leiðir í flestum tilfellum til enn hærri greiðslubyrði en hinnar ólögmætu gengistryggðu greiðslubyrði. Einnig hef ég enn ekki heyrt af fólki með gengistryggð húsnæðislán sem hefur fengið endurgreitt vegna oftekinna greiðslna. Mig grunar að slíkt fólk sé ekki á hverju strái og lýsi því hér með eftir einhverjum slíkum.


mbl.is 12 milljarða endurgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband