Dagur #3

Minn ágæti félagi og fyrrverandi flokksbróðir, Þráinn Bertelsson virðist vera eitthvað ósáttur við þá ákvörðun forsetans að láta þjóðina kjósa um enn einn Icesave-samninginn. En ólíkt flestum okkar hinna getur Þráinn borið upp vantraust á forsetann og vonast til að 3/4 alþingismanna séu á sama máli.

Ég tel hins vegar ólíklegt að Þráinn geri þetta í fúlustu alvöru því að flestum alþingismönnum þykir of vænt um sætin sín til þess að setja þau að veði. Samkvæmt umræddri 11. grein stjórnarskrárinnar myndi nefnilega þurfa að boða til alþingiskosninga ef meiri hluti þjóðarinnar stæði með forsetanum.

Hins vegar skora ég á Þráinn að bretta upp ermar og einbeita sér að þeim stefnumálum sem kosning hans og fyrrverandi félaga hans í Borgarahreyfingunni grundvallaðist á. Þar mætti í þessu sambandi nefna:

ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar.

Tær snilld!Nú er það svo að skilanefnd Landsbankans hefur látið rannsaka hvað varð um Icesave-innistæður á reikningum bankans erlendis, en neitar hins vegar alfarið að upplýsa um það. Það væri vel við hæfi að Þráinn beitti sér fyrir því að þessar upplýsingar yrðu gerðar opinberar. Einnig væri ágætt að fá fréttir af því hvernig gengur að gera stjórnendur og eigendur Landsbankans ábyrga fyrir svindlinu.


mbl.is Þráinn: Þingmenn lesi 11. grein stjórnarskrárinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband