Össur og Ögmundur eiga næsta leik

Það hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvað gögn um samskipti þeirra á Netinu eru berskjölduð fyrir alríkisstjórninni í BNA. Svo virðist sem þeir geti gefið stórfyrirtækjum skipanir um að skila inn upplýsingum að eigin ósk, án nokkurrar fyrirstöðu. Trúlega á þetta ekki einungis við um Twitter heldur líka Facebook og Gmail auk margra annarra. Einnig er ljóst að upplýsingar frá VISA, MasterCard, PayPal og Amazon eru aðgengilegar fyrir alríkisstjórnina og hlýtur það að vekja óhugnað nú þegar að ofsóknaræði virðist hafa runnið á þarlend stjórnvöld.

Þeir eiga næsta leikEf íslenskir ráðamenn eru ekki gungur og druslur  þurfa þeir að bregðast við strax. Ég skora á þá félaga Össur og Ögmund að beita sér fyrir því að Julian Assange verði boðinn íslenskur ríkisborgararéttur líkt og gert var með Bobby Fischer, og þannig að sýna tilburðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins lítilsvirðingu. Almenningsálitið mun vinna með Íslendingum ef þeir sýna kjark í þessu máli og lúta ekki höfði fyrir ömurlegum yfirgangi og tilburðum sem engu lýðræðisríki er sæmandi.

Alþingismenn mættu rifja upp þingsályktun frá því í sumar sem þeir samþykktu með öllum atkvæðum viðstaddra nema einu(*), en hún hefst á þessum orðum:

"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leita leiða til að styrkja tjáningarfrelsi, málfrelsi, upplýsingamiðlun og útgáfufrelsi auk þess sem vernd heimildarmanna og afhjúpenda verið tryggð".

 

* Varasjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason sat hjá við þessa atkvæðagreiðslu.


mbl.is Twitter gert að afhenda öll skilaboð Birgittu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar áleitnar spurningar


Nokkrir punktar um sölu á HS Orku til Magma

 

Með sölunni á HS Orku til Magma Energy Sweden er verið að framselja nýtingarrétt af mikilvægum auðlindum í heilan mannsaldur eða jafnvel lengur. Salan er í meira lagi vafasöm vegna þess að:

 

  1. Magma sniðgengur íslensk lög – sænskt málamyndafyrirtæki sett á svið
  2. Stór hluti kaupverðsins er fenginn að láni innanlands (kúlulán)
  3. Lánið er með óverulegum vöxtum (1,5%)
  4. Reiðufé er greitt með “aflandskrónum”
  5. Veð er tekið í bréfunum sjálfum
  6. Öðrum kaupendum var hafnað án viðræðna
  7. Óljóst er hvort verðmætir kolefniskvótar hangi á spýtunni
  8. Magma hefur enga þekkingu á rekstri sem þessum
  9. Ábyrgð ef Magma fer í þrot skilin eftir hjá almenningsfyrirtækjunum HS Veitum og Orkuveitu Reykjavíkur.
  10. Hlutur OR var seldur með gífurlegu tapi (9 milljarðar?) á grundvelli úrskurðar Samkeppniseftirlitsins sem m.a. vitnaði í bandarísk lög. OR neitar að birta gögn sem málinu tengjast.

 

Hér kveður því við kunnuglegan tón. Auk þess blasir við að undirbúningur stjórnvalda var og er algjörlega ófullnægjandi. Fjölmargar áleitnar spurningar mætti betur ígrunda:

 

  • Hafa verið settar skorður við að orkunýtingin verði ekki of ágeng? Nei.
  • Er búið að setja ákvæði um auðlindagjald í samningana? Nei.
  • Er búið að setja ákvæði sem takmarka verðhækkanir á orku til neytenda? Nei.
  • Er búið að setja ákvæði sem takmarka tímalengd samningsins? Nei.
  • Eru takmarkanir á sölu til þriðja aðila, t.d. Alcoa, Rio Tinto, Kína eða Bjögga Thor? Nei.
  • Langtíma sýn og langtíma áætlun. Er hún einhver? Varla, en Magma vill tvöfalda orkuframleiðslu á Reykjanesi á næstu 5 árum. Auk þess hafa þeir nú þegar lýst yfir áhuga á að virkja á mörgum öðrum stöðum á landinu, t.d. í Kerlingafjöllum, en hafa ekki haft fyrir því að kanna áhuga almennings eða stjórnvalda á því.

 

Umræðan er á villigötum. Þetta er fyrst og fremst pólitískt ágreiningsefni fremur en lagalegt. Þjóðin hefur ekki fengið tækifæri til að segja sína skoðun og ríkisstjórnin hefur augljóslega ekki dug til að takast á við þetta mikilvæga mál. Þetta snýst öðru fremur um leikreglur, siðferði og tilgang með nýtingu auðlindanna og það hversu langt þjóðin vill ganga á þau gæði sem náttúra landsins býr yfir. 

 

Það verður ekki hjá því komist að láta rannsaka allt ferlið í kringum einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja og aðkomu Geysir Green Energy að sölu á HS Orku til Magma Energy. Ekki er hægt að líta framhjá himinháum “styrkjum” til stjórnmálaflokka á sama tíma og Glitnir og GGE voru að bera í víurnar um að kaupa hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI málinu þarf einnig að upplýsa þó svo að tekist hafi að stöðva það í tæka tíð. Varpa þarf ljósi á aðkomu bæjarfulltrúa og helstu stjórnenda umræddra fyrirtækja á það hvernig markvisst hefur verið unnið að því að færa yfirráð á auðlindum frá opinberum aðilum til útvaldra einkafyrirtækja og "athafnamanna". 

 

www.orkuaudlindir.is


mbl.is Skráð gegn vilja sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband